Sport

Ætla ekki að fjölga liðum

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ætlar ekki að leggja til á næsta ársþingi fjölgun liða í Landbankadeild karla árið 2006 úr 10 í 12. Þetta var tilkynnt á fundi formanna aðildarfélaga KSÍ. Forsenda fjölgunar í 12 lið er lenging keppnistímabilsins um a.m.k. tvær vikur og þá að vori, að mati KSÍ. Eins og staðan er í dag geta heimavellir félaganna ekki tekið við leikjum svo snemma vors, en það er hins vegar markmið KSÍ að svo verði, segir í yfirlýsingu frá KSÍ. Samkvæmt heimildum íþrótta-deildar lýstu flestir formenn aðildarfélaga KSÍ í Landsbankadeildinni sig sammála mati stjórnar KSÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×