Sport

Woods eykur forystuna

Kylfingurinn Tiger Woods, sem er í 2. sæti heimslistans, er að rúlla upp andstæðingum sínum á Dunlop Phoenix-mótinu sem fer fram í Miyazaki, Japan. Woods lék frábærlega í gær og hefur 10 högga forystu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Woods lék 65 höggum í gær, 5 höggum undir pari, og er á 13 höggum undir í heildina. Heimamennirnir Naomichi Ozaki og Ryoken Kawagishi er jafnir í öðru sæti ásamt Svíanum Daniel Chopra á 3 höggum undir pari. Dunlop Phoenix er liður í japönski mótaröðinni og er verðlaunaféð 1,89 milljón bandaríkjadala, eða um 127 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×