Sport

United með eins marks forystu

Manchester United hefur eins marks forystu gegn Charlton í hádegisleik enska boltans. Ryan Giggs skorað eina mark leiksins hingað til á 41. mínútu eftir skemmtilegan einleik og var þetta fyrsta mark Giggs á tímabilinu. Hermann Hreiðarsson stendur vaktina í vörn Charlton og hefur haft nóg að gera, enda United átt heil 13 markskot í fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×