Sport

Línur skýrast í Meistaradeildinni

Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en línur munu skýrast til muna eftir leiki vikunnar þar sem aðeins er þá ein umferð eftir í riðlakeppninni. Aðeins tvö lið eru þegar gulltryggð áfram upp úr sínum riðlum af þeim félögum sem mætast í kvöld, Juventus í C riðli og Lyon í D riðli. <B>A riðill<P> Fræðilega séð eiga öll liðin hér möguleika á að komast áfram en nánast er óhætt að fullyrða að Deportivo sé úr leik. Liðið er að spila sitt versta tímabili um árabil og með framherjana Diego Tristan og Walter Pandiani meidda eru fáir kostir eftir fyrir Irureta þjálfara gegn Olympiakos sem hefur unnið báða sína heimaleiki í riðlinum hingað til. Liverpool sækir Mónakó heim og með stöðuna í riðlinum jafn opna og raun ber vitni geta bæði lið notað þrjú stigin sér til framdráttar. Rafa Benitez, þjálfari Liverpool, mun þó ekki hafna einu stigi þar sem liðið á einn heimaleik eftir en Mónakó þarf að sækja Spánverjana heim í lokaleik sínum. L U J T stig Liverpool 4 2 1 1 7 Olympiakos 4 2 1 1 7 Mónakó 4 2 0 2 6 Deportivo 4 0 2 2 2 Markahæstur: Saviola (Mónakó) 2 mörk   <B>B riðill<P> Lið Roma er svo gott sem úr leik í riðlinum og ferðast til Úkraínu án sinna tveggja bestu manna, Totti og Montella. Montella er meiddur en Totti fékk frí vegna andláts í fjölskyldunni. Hitastigið í Kænugarði er ekki alveg á pari við það sem sællegir Ítalirnir eiga að venjast og þegar við bætist að Rómverjarnir steinlágu 0-3 í heimaleiknum gegn Kiev má gera ráð fyrir að seinni leikurinn verði endurtekning á þeim fyrri. Stjörnulið Real Madrid er í lamasessi eftir stórtap gegn Barcelona um helgina. Þar lék liðið hörmulegan bolta og ljóst að leikurinn er skólabókardæmi fyrir leikmenn Leverkusen. Ekki að þeir þurfi þess með, liðið vann Real sannfærandi 3-0 á heimavelli sínum og fá aldrei betra tækifæri til að snúa hnífnum í sári Madridarliðsins en nú. L U J T stig Dynamo Kiev 4 2 1 1 7 Bayer Leverkusen 4 2 1 1 7 Real Madrid 4 2 1 1 7 Roma 4 0 1 3 1 Markahæstir: Raúl (Real Madrid) 3 mörk Berbatov (Leverkusen) 2 mörk <B>C riðill<P> Lið Bayern er loks að sjá til sólar í þýsku deildinni eftir brösuga byrjun. Þeir voru óheppnir að tapa fyrir Juventus í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni en ættu ekki að lenda í vandræðum með Ísraelana í kvöld. Sigur tryggir félagið áfram en Maccabi getur þó sett stórt strik í reikninginn nái liðið þremur stigum. Þá galopnast riðillinn fyrir lokaumferðina en þeir eiga eftir að fá Juventus í heimsókn svo á brattan er að sækja jafnvel þó vel gangi. Lið Ajax hefur valdið mörgum vonbrigðum þetta tímabilið. Eitt stig úr leiknum gegn Juventus dugar lítið og því verða þeir að sækja fram á Delle Alpi en þar hefur engu liði tekist að sigra á þessari leiktíð. Fabio Capello, þjálfari Juve, er reynslubolti og hefur lýst yfir að stefnan sé að sigra jafnvel þó að úrslit þessa leiks skipti engu máli fyrir liðið nema þá helst að ýta liðinu ofar á styrkleikalista félagsliða. L U J T stig Juventus 4 4 0 0 12 Bayern 4 2 0 2 6 Ajax 4 1 0 3 3 Maccabi Tel Aviv 4 1 0 3 3 Markahæstir: Makaay (Bayern) 4 mörk Dego (Maccabi) 2 mörk <B>D riðill<P> Franska liðið er eitt af fáum félögum sem þegar eru örugg áfram úr riðlakeppninni en væntanlega er hugur í Frökkunum til að enda á toppnum í riðlinum og til þess þarf jafntefli hið minnsta. United hefur þó verið sannfærandi á heimavelli í vetur og verður um athyglisverðan leik að ræða Sæti í UEFA bikarnum er það eina sem er í boði fyrir Spörtu Prag og Fenerbache. Fræðilega á Fenerbache enn möguleika á öðru sætinu en það er langsótt enda þarf þá United að tapa báðum þeim leikjum sem liðið á eftir. Sparta er hins vegar þegar úr leik en gætu gert atlögu að þriðja sætinu með sigri. L U J T stig Lyon 4 3 1 0 10 Manchester United 4 2 2 0 8 Fenerbache 4 1 0 3 3 Sparta Prag 4 0 1 3 1 Markahæstir: Nistelrooy (Man.U) 7 mörk Rooney (Man.U) 3 mörk    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×