Sport

Schumacher íþróttamaður aldarinnar

Áhorfendur þýskrar sjónvarpsstöðvar völdu sjöfaldann formúla 1 ökumanninn Michael Schumacher íþróttamann þýskalands fyrir tuttugustu öldina. Áttfaldur ólympíumeistari á kanó, Birgit Fischer, varð önnur í valinu og tennis drottningin Steffi Graf þriðja. "Ég bjóst aldrei við að hlotnast þessi heiður, þetta kom mér algjörlega á óvart." sagði Schumacher Keisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer var fjórði í valinu en hann varð á sínum tíma fyrirliði þjóðverja sem urðu heimsmeistarar í knattspyrnu og stýrði liðinu síðan til heimsmeistaratitils árið 1990 á Ítalíu. Í fimmta sæti varð tennisleikarinn Boris Becker, Max Schmeling boxari í sjötta  sæti, fyrrum Tour de France sigurvegarinn Jan Ullrich í sjöunda sæti, sundkonan Franziska van Almsick í því áttunda, fyrrum framherjinn Gerd Mueller í níunda og núverandi þýski landsliðsmarkvörðurinn Oliver Kahn í því tíunda. Aðrir sem vöktu athygli í efri hlutanum var knattspyrnumaðuirnn Michael Ballack í ellefta sæti, NBA leikmaðurinn Dirk Nowizki í því tólfta, fyrrum framherja þýska landsliðsins í knattspyrnu og þjálfari þess Rudi Voeller í þrettánda sæti og fyrrum liðsfélagi hans í landsliðinu og maðurinn sem tók við af honum sem landsliðsþjálfari, Jurgen Klinsmann í því sextánda. Yfir 100.000 manns tóku þátt í valinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×