Sport

Ætla sér öll miklu lengra

Eyleifur Jóhannesson gerði Ægi að bikarmeisturum á fyrsta ári en hann komi til liðsins frá Akranesi í haust. "Þetta var sigur liðsheildarinnar, þetta var jafn sterkt hjá strákunum og stelpunum og þetta sýnir að það er stór hópur hjá Ægi að æfa á fullu. Þessir krakkar eru að æfa 10 til 15 sinnum í viku og þau eru öll búin að synda eins og brjálæðingar í vetur. Það var sérstaklega gaman að sjá til kvennasveitarinnar í 4x100 metra skriðsundi slá Íslandsmetið, ekki síst þar sem það er engin þeirra á topp fimm í greininni á Íslandi. Það er heildin sem skilar þessu svona rosalega vel," sagði Eyleifur, sem hefur unnið frábært starf á Akranesi undanfarin ár og nú er hann búinn að búa til framtíðarlið hjá Ægi. "Það var búið að ganga á ýmsu hjá þessum krökkum og botninn hafði dottið svolítið úr þessu hjá þeim. Þjálfarinn fór frá þeim um síðustu áramót, ég kom ofan af Skaga til Ægis núna í haust og við fengum líka liðsauka í kjölfarið þegar nokkrir sundmenn skiptu yfir í Ægi. Þau hafa öll fallið vel inn í hópinn og við erum með 20 manns Það eru allir að vinna saman, þetta eru krakkar á svipuðum aldri og öll með sömu markmið. Þetta er ekkert lokatakmark því þau ætla sér öll miklu lengra," segir Eyleifur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×