Sport

Hvíld fram að Ólympíuleikum

Ekki er loku fyrir það skotið að sundkappinn ástralski, Ian Thorpe, taki ekki þátt í heimsmeistarakeppninni í sundi sem fram fer í Kanada á næsta ári. Telur þjálfari hans að Thorpe þurfi á öllu sínu að halda fyrir Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Peking að fjórum árum liðnum. Thorpe mun þannig ekki geta varið titil sinn í 400 metra bringusundi en þann titil hefur hann unnið þrisvar í röð undanfarin ár auk þess sem kappinn er fimmfaldur Ólympíumeistari og ein skærasta stjarnan í sundíþróttinni í heiminum. Lokaákvörðun verður tekin innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×