Sport

Deisler á batavegi

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Deisler er á batavegi eftir að hafa verið lagður inn á geðsjúkrahús í vikunni og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti hafið æfingar á nýjan leik strax eftir helgi. Deisler dvaldi á geðsjúkrahúsi í nokkra mánuði fyrir tæpu ári síðan, en dvöl hans var mun styttri að þessu sinni. Læknir Deislers segir að hann hafi aðeins fengið nokkur einkennanna aftur, sem sé eðlilegt, en ekki sé um að ræða alvarlegt bakslag. Deisler verður því vaonandi kominn á fullt skrið með liði sínu, Bayern Munchen innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×