Sport

Þriðja umferð hefst í kvöld

Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Leikur Liverpool og Deportivo verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.45. Liverpool hefur fjögur stig í A riðli en Deportivo aðeins eitt og má því ekki við því að tapa á Anfield. Bæði lið hafa átt í vandræðum í deildum sínum heima fyrir. Harry Kewell og Steve Finnan hafa jafnað sig af meiðslum og verða með Liverpool í kvöld. Kempan Mauro Silva verður einnig með Deportivo eftir meiðsli líkt og Diego Tristan. Síðari leikur kvöldsins á Sýn er viðureign Spörtu og Manchester United í Prag. Man. Utd hefur fjögur stig en Sparta er án stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×