Sport

Vilja fækka útlendingum

Forseti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Werner Hackmann, hefur viðurkennt að hann vilji fækka erlendum leikmönnum úr fimm í fjóra hjá hverju liði. Með fækkuninni er vonast til að hæfileikar heimamanna fá svigrúm til að blómstra. Fækkunin er þó bundin við leikmenn sem eru ekki af evrópskum upruna. "Ég hef rætt þessi mál við varaforseta deildarinnar og við höfum einnig lagt þessa hugmynd á borð fyrir þýska knattspyrnusambandið," sagði Hackmann. Reglugerðin mun ganga í gildi fyrir tímabilið 2006-2007, verði fallist á hugmyndina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×