Sport

Nýtt met hjá Red Sox

Boston Red Sox í MLB hafnaboltadeildinni í Bandaríkjunum, gerði sér lítið fyrir og vann fjórar viðureignir í röð gegn New York Yankees, sem var með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki liðanna. Red Sox setti þar með met og varð fyrsta liðið í sögu MLB til að koma tilbaka eftir 3-0 stöðu og vann oddaleikinn 10-3. Liðið er því komið í Heimsúrslitin, eins og þau kallast í MLB, og mætir sigurvegaranum úr oddaleik Houston Astros og St. Louis Cardinals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×