Sport

Óvænt úrslit í Svíþjóð

Óvænt úrslit urðu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar Malmö tapaði heima fyrir Landskrona, 1-2. Pétur Marteinsson var í liði Hammarby sem gerði jafntefli við AIK í grannaslag í Stokkhólmi, 1-1. Dómarinn þurfti að kalla leikmenn beggja liða til búningsherbergja vegna skrílsláta stuðningsmanna AIK og tafðist leikurinn um 50 mínútur. Stórlið AIK er nú í næst neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Sænska knattspyrnusambandið ætlar að setja AIK í heimaleikjabann. Þá gerðu Örgryte og Helsingborg jafntefli, 1-1. Tryggvi Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Örgryte.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×