Sport

Speed tilbúinn sem aðstoðarmaður

Gary Speed, leikmaður Bolton, segist tilbúinn að vera aðstoðarþjálfari landsliðs Walesbúa. "Ég tel mig í stakk búinn til að geta lagt nýjum landsliðsþjálfara lið," sagði Speed. Ekki er vitað hver tekur við stöðunni en knattspyrnusamband Wales hefur þverneitað að Gerard Houllier verði næsti knattspyrnustjóri landsliðsins. Að sögn talsmanns sambandsins er enginn fótur fyrir sögusögnunum og enn á eftir ákveða hver verði eftirmaður Mark Hughes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×