Sport

Liverpool að skoða Morientes

Forráðamenn Liverpool renna hýrum augum til Fernando Morientes hjá Real Madrid. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri liðsins, vildi upphaflega fá Morientes í stað Michael Owen en varð að láta sér lynda Antonio Nunez sem er meiddur. Að sögn umboðsmanns Nunez er kappinn óánægður með að fá ekki að spila hjá Real og er flutningur því vel inn í myndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×