Sport

Íþróttastjarna auglýsir sígarettur

Kínverski ólympíumeistarinn Xi Liang hefur samið við stærsta tóbaksframleiðanda Kína um að auglýsa sígarettur fyrirtækisins. Xi skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann vann gullverðlaunin í 110 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Hann varð fyrsti Kínverjinn til að vinna spretthlaup á Ólympíuleikum og er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu. Talið er að 350 milljón Kínverjar reyki. Sjúkdómar sem tengjast reykingum verða algengari ár frá ári og er talið að tvær milljónir Kínverja muni látast af völdum reykinga á næstu tveimur áratugum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×