Sport

Íþróttir stjórna mér ekki lengur

Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon gaf það út fyrir Ólympíuleikana í Aþenu að leikarnir yrðu hans síðasta stórmót enda kappinn orðinn 35 ára gamall. Eftir brösuga þraut þar sem hann meiddist í langstökki og píndi sig síðan í kúluvarpið en varð að lokum að leggja niður rófuna fyrir fjórðu grein þrautarinnar. Ekki gæfulegur endir á frábærum ferli og eftir leikana fóru þær raddir á flug að Jón Arnar hygðist halda áfram að keppa. Jón Arnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri ekki búinn að ákveða hvert framhaldið yrði en hann ætlaði að nota veturinn til að ákveða sig. "Ég er búinn að hvíla mig og vera í faðmi fjölskyldunnar og er rétt byrjaður að hreyfa mig á nýjan leik. Nú stjórna íþróttir mér ekki lengur heldur ætla ég að gera þetta á mínum eigin forsendum. Ef líkaminn er í lagi og hausinn er klár þá getur vel verið að ég keppi áfram á meðal þeirra bestu," sagði Jón Arnar og vildi ekkert segja til um hvort hann yrði með á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Madríd í mars á næsta ári. "Ég er ekki hættur að keppa en það verður bara að koma í ljós hvort ég verð með á fullu eða gutla með," sagði Jón Arnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×