Fleiri fréttir

Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi

Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun.

Vara við því að milljón af­gönsk börn deyi úr hungri í vetur

Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

35 ára vinstri­maður nýr for­seti Chile

Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast.

Þjóð­verjar skikka Breta í sótt­kví

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag.

Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið

Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist.

Meira en tíu þúsund ó­míkron-smitaðir í Bret­landi

Enn eru met slegin í fjölda kórónu­veiru­smita í Bret­landi. Borgar­stjóri Lundúna hefur nú lýst yfir alvarlegu ástandi (e. major incident). Yfir 93.000 manns greindust með kórónu­veiruna í Bret­landi landi í gær og fjöldi ó­míkron-smitaðra er kominn upp í tíu þúsund.

Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu

Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar.

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Maxwell neitaði að bera vitni

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell.

Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar

Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum.

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Nokkrar Afríkuþjóðir næstum alveg óbólusettar

Austur-Kongó, Búrúndí, Kamerún, Tjad og Malí eru meðal þeirra ríkja þar sem fæstir eru bólusettir. Í Evrópu hafa bólusetningar gengið hvað hægast í Búlgaríu, Moldavíu og Bosníu og Hersegóvínu.

Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin

Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum.

27 látnir og lögreglu grunar íkveikju

Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði.

Konur geta nú fengið „þungunar­rof­spilluna“ senda heim

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað heimsendingu lyfs sem stuðla að þungunarrofi. Konur hafa á þessu ári getað fengið lyfið send heim vegna kórónuveirufaraldursins en undanþágan hefur nú verið gerð varanleg.

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Enn einn met­­dagurinn og Frederik­sen boðar hertar að­gerðir

Alls greindust 9.999 manns með kórónuveiruna í Danmörku síðasta sólarhring. Aldrei áður hafa svo margir greinst á einum sólarhring í landinu frá upphafi faraldursins, en tilkynnt hefur verið um hvern metdaginn á fætur öðrum í Danmörku síðustu daga.

Danir vilja leigja þrjú hundruð fangelsis­pláss í Kósovó

Dönsk stjórnvöld ætla sér að taka upp viðræður við stjórnvöld í Kósovó um leigu á alls þrjú hundruð fangelsisplássum í Kósovó. Hugmyndin er liður í áætlun dönsku stjórnarinnar að tryggja þúsund ný fangelsispláss.

Bretar fá afar misvísandi skilaboð um hegðun í aðdraganda jóla

Bretar fá nú misvísandi skilaboð frá yfirvöldum en á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að fólk eigi ekki að þurfa að hætta við boð í aðdraganda jóla hvetur Chris Whitty, yfirmaður heilbrigðismála, fólk til að hitta ekki aðra en nána aðstandendur. 

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“

Ríkisstjórn Litháens hefur kallað erindreka sína og sendiráðsstarfsmenn í Kína heim og segir að sendiráðið í Kína verði starfrækt með fjarvinnu um óákveðinn tíma. Samband ríkjanna hefur beðið mikla hnekki eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen.

Föst á þaki há­hýsis í Hong Kong vegna elds

Rúmlega hundrað manns eru nú fastir á þaki stórhýsis í Hong Kong eftir að eldur upp í húsinu um hádegisbil að staðartíma í dag. Húsið sem um ræðir er þrjátíu og átta hæðir.

OJ Simpson laus allra mála

Fótboltmaðurinn fyrrverandi og leikarinn OJ Simpson er frjáls maður, þrettán árum eftir að hann var sakfelldur fyrir vopnað rán. 

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.

Sjá næstu 50 fréttir