Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 18:13 Tilgáta er um að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafði fyrst borist í menn í mögulegum leka á rannsóknarstofu Veirufræðistofnunar Wuhan veturinn 2019. Vísir/EPA Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent