Fleiri fréttir

Bolsonaro laus við Covid-19

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni.

Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi.

Boðar um­fangs­miklar að­gerðir á grunni vafa­samrar lög­skýringar

Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá.

Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu

Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands.

Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans.

Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar.

Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter

Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið.

Grímuskylda tekin upp á Englandi

Viðskiptavinir verslana, banka og stórmarkaða þurfa nú að vera með grímu til að draga úr líkum á kórónuveirusmitum samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi á Englandi. Allt að 17.000 króna sekt liggur við því ef fólk neitar að bera grímu.

Trump aflýsir landsþingi Repúblikana

Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst.

Chauvin ákærður fyrir skattsvik

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot.

Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland

Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni.

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.

Þrettán nunnur úr sama klaustri létust vegna Covid-19

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina en óvíða jafn mikil og í klaustri einu í Livonia, skammt utan við bandarísku borgina Detroit. Þrettán nunnur úr klaustrinu létu lífið af völdum veirunnar.

Verð­launa­fé sett til höfuðs for­seta hæsta­réttar Venesúela

Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna.

Bað sendiherra um að útvega klúbbi Trump stórmót í golfi

Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra.

Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum.

Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær.

Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston

Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk.

Sjá næstu 50 fréttir