Fleiri fréttir

Farþegar frá yfir 50 löndum sleppa við sóttkví í Bretlandi
Farþegar sem ferðast til Bretlands frá yfir fimmtíu löndum, þar með talin Frakkland, Spánn, Þýskaland og Ítalía, munu ekki þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins frá og með 10. júlí.

Ríkisstjórn Frakklands hættir
Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins.

Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu
Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi.

Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís
Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum.

Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018.

Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna
Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós.

Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein
Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri.

Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984
Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi.

Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt.

Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins.

Samverkakona Epstein handtekin af FBI
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI.

„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran
Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina.

Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa
Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn.

Yfirvöld í Jemen í sókn gegn Hútum
Yfirvöld í Jemen, undir forystu Sádi-Araba, hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen

Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku
Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna.

Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands.

Dularfullur fíladauði í Botsvana
Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda.

Um hundrað látnir eftir aurskriðu við námu í Mjanmar
Fjölmargra er enn saknað og er áætlað að um tvö hundruð manns séu fastir í jaðanámunni vegna skriðunnar.

Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum.

Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn.

Leita nýs vitnis í Hagen-málinu
Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf.

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns
Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar.

Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum
Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong.

Útlit fyrir að Rússar samþykki stjórnarskrárbreytingar
Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag.

Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa
Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa.

Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja bræðra sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks.

Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa
Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan.

Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden
Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta.

Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018.

Lagði hald á 14 tonn af afmetamíntöflum
Lögregla segir að aldrei áður hafi verið lagt hald á jafnmikið magn af afmetamíni í heiminum.

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi
Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Metfjöldi nýsmita vestanhafs
Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags

Þrjátíu handteknir á grunni nýrra öryggislaga
Þrjátíu hafa nú verið handteknir í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga kínverskra yfirvalda.