Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 15:39 Mótmælandi sem var handtekinn á fjöldasamkomu gegn öryggislögunum í haldi lögreglumanna í Hong Kong í gær. Vísir/EPA Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng. Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng.
Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16