Fleiri fréttir

Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið

Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum.

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita

Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar

Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið.

Bakarí Kristínar brann til grunna

Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn.

Belgíu­­konungur harmar ný­­lendu­­tíma landsins

Filippus Belgíukonungur segist harma nýlendutíma ríkisins sem hann segir „valda sársauka enn þann dag í dag“. Þetta kemur fram í bréfi Belgíukonungs til Felix Tshisekedi, forseta Lýðveldisins Kongó.

Umdeild öryggislög samþykkt í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Gefa lítið fyrir handtökuskipunina

Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs.

Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit

Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu.

Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu.

Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump

Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar.

Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín

Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 

Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa

Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu.

Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan.

Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi

Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið.

Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna

Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum.

Kósovóar óánægðir með ákæruna

Íbúar í Kósóvó eru ósáttir við Stríðsglæpadómstólinn eftir að forseti landsins var ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Sjá næstu 50 fréttir