Fleiri fréttir

Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari

Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja „óhugsandi“álag á heilbrigðiskerfið.

Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí

Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín.

Missouri höfðar mál gegn Kína

Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden

Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna.

Tvöfalt fleiri gætu liðið hungur vegna faraldursins

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varar við því að tvöfalt fleiri jarðarbúar gætu staðið frammi fyrir bráðum matvælaóöryggi á þessu ári vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins en áður. Um 265 milljónir manna gætu þá verið í hættu á að líða hungur.

Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu

Þrátt fyrir að aftökum vegna dauðarefsingar fari fækkandi í heiminum var metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári en aftökur voru 184 í landinu.

Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot

Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð.

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.

Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum

Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.

Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar

Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný.

Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom

Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins.

Skaut á vegfarendur klæddur í lögreglubúning

Karlmaður í bænum Portapique í Novia Scotia í Kanada hefur verið handtekinn grunaður um að hafa skotið á fjölda fólks í bænum skömmu fyrir miðnætti í gær að staðartíma.

Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr

Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum.

Sendir herinn út á götur í Lesótó

Forsætisráðherra Afríkuríkisins Lesótó, sem sakaður er um að hafa átt aðild að morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni, hefur fyrirskipað að herinn skuli halda út á götur til að koma aftur á röð og reglu í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir