Fleiri fréttir

ISIS-liðar handteknir í Þýskalandi

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið hóp manna frá Tadsíkistan sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás þar í landi í nafni Íslamska ríkisins.

Biðu í sex mikilvæga daga

Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar.

Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO

Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

WHO segir faraldurinn ekki hafa náð hámarki

Yfirvöld ýmissa ríki eins og Spánar, Austurríkis og Danmerkur ætla að létta á félagsforðun á sama tíma og verið er að framlengja aðgerðir í ríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi og Indlandi.

Modi fram­lengir út­göngu­bann

Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt indversku þjóðinni að útgöngubannið, sem í gildi er, verði framlengt til 3. maí.

Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta

Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl.

Frakkar framlengja útgöngubann

Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að útgöngubann muni vera í gildi í landinu til 11. maí.

Boris John­son út­skrifaður af sjúkra­húsi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin.

Nýtt til­felli ebóla stað­fest í Austur-Kongó

Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Til­rauna­lyf vekur vonir

Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead.

Heimafólk má fara á ströndina

Héraðsdómstóll í borginni Griefswald hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimafólk megi fara á ströndina við Eystrasaltið þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í landinu.

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

Versta kreppa í níutíu ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega slæm áhrif á hagkerfi heimsins

Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna

Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington.

Sjá næstu 50 fréttir