Fleiri fréttir

Joseph Lowery látinn

Predikarinn Joseph Lowery sem var fyrirferðarmikill í baráttunni fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn 98 ára að aldri.

Wuhan opnuð að nýju

Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný.

Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla

Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 

Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni

Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins á einum sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. 

Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar

Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur.

Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 

Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt

Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 

Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða

Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.