Fleiri fréttir

Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn

Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.

Páfi segir viðræður eina vopnið

Frans páfi heimsótti japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí í dag og vottaði fórnarlömbum kjarnorkuárásanna árið 1945 virðingu sína.

Robin­son játar aðild að flutningnum

Norður-írski flutningabílstjórinn sem sakaður er um aðild að dauða 39 sem fundist látin í gámi vöruflutningabíls í Grays í síðasta mánuði, hefur játað sök vegna ákæru um aðstoð við ólöglega fólksflutninga.

Iohannis endurkjörinn í Rúmeníu

Íhaldsmaðurinn Klaus Iohannis hafði betur gegn frambjóðenda Jafnaðarmannaflokksins í síðari umferð forsetakosninganna.

Yfir­maður banda­ríska sjó­hersins rekinn

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur rekið Richard Spencer vegna þess hvernig hann tók á málum sérsveitarhermanns sem var lækkaður í tign fyrir brot í starfi.

Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés

Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn.

Þrennt látið eftir flóð í Frakklandi og á Ítalíu

Mikið rigndi í Frakklandi og á Ítalíu þessa helgina, rigningin olli flóðum víðsvegar um löndin tvö. Að minnsta kosti þrír eru látnir vegna flóðanna og þá hafa samgöngur orðið fyrir truflunum og skriður hafa fallið.

Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt

Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári.

Esau laus úr haldi lögreglu

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum.

Farþegaflugvél brotlenti í íbúabyggð

Nokkrir eru látnir eftir að farþegaflugvél með sautján farþegum og tveimur áhafnarmeðlimum innanborðs brotlenti skömmu eftir flugtak í borginni Goma.

Bader Gins­burg lögð inn á sjúkra­hús

Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul.

Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram.

Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani

Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump.

Þrumuræða Karrenbauer á landsþingi

Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær.

Vígamenn mala gull í Afríku

Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir