Erlent

Hreyfillinn logaði skömmu eftir flugtak

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést eldurinn í öðrum hreyflinum vel.
Hér sést eldurinn í öðrum hreyflinum vel. Skjáskot/twitter

Eldur kviknaði í hreyfli flugvélar af gerðinni Boeing 777 á vegum flugfélagsins Philippine Airlines skömmu eftir flugtak á fimmtudag. Vélinni var nauðlent skömmu síðar.

Flugvélin var á leið til Manila á Filippseyjum og tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Henni var þó snúið við nær tafarlaust eftir að sprenging varð í öðrum hreyflinum. Í tilkynningu frá flugfélaginu er atvikið rakið til „tæknilegs vandamáls“ í hreyflinum.

Engan úr hópi samtals 342 farþega og átján áhafnarmeðlima sakaði. Þá segir í tilkynningu félagsins að vélin hafi aðeins verið í loftinu í um fimmtán mínútur.

Myndbönd af atvikinu hafa vakið töluverða athygli á netinu. Hluta þeirra má sjá hér að neðan.Og í þessum spilara má sjá myndband BBC um atvikið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.