Fleiri fréttir

Shanghala og Hatuikulipi handteknir

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun.

Baulað á Melaniu í Baltimore

Fimm mínútna langt ávarp Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, um skaðsemi ópíóða uppskar baul og læti í borginni Maryland í Baltimore.

Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu

Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnina. Talið er að afsagnirnar séu í tengslum við morðið á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar.

Fjarlægðu 7,4 kílóa nýra úr manni

Nýrað var skorið úr 56 ára gömlum manni sem glímdi við lífshættulegan nýrnasjúkdóm sem gerði það að verkum að annað nýrað blés út með þessum hætti.

82 ára vöðvatröll tók innbrotsþjóf í bakaríið

Það fór illa fyrir innbrotsþjófi sem braust inn á heimili hinnar 82 ára Willie Murphy í Rochester í Bandaríkjunum í síðustu viku. Murphy er mikill líkamsræktarfrömuður og pakkaði innbrotsþjófinum einfaldlega saman.

Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu

Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik og réðust því á olíuvinnslu Sádi-Arabíu.

Kóala­björninn Lewis er dauður

Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur.

Grípa þarf til aðgerða strax

Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.

Öflugur jarðskjálfti í Albaníu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Albaníu í morgun með þeim afleiðingum að minnst sex eru látnir og að minnsta kosti 300 slasaðir. Óttast er að tala látinna muni hækka.

Yfir milljón múslimar í fangabúðum

Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.

Segir kostnaðar­samara fyrir Kín­verja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna

"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“

Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn

Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.

Páfi segir viðræður eina vopnið

Frans páfi heimsótti japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí í dag og vottaði fórnarlömbum kjarnorkuárásanna árið 1945 virðingu sína.

Robin­son játar aðild að flutningnum

Norður-írski flutningabílstjórinn sem sakaður er um aðild að dauða 39 sem fundist látin í gámi vöruflutningabíls í Grays í síðasta mánuði, hefur játað sök vegna ákæru um aðstoð við ólöglega fólksflutninga.

Iohannis endurkjörinn í Rúmeníu

Íhaldsmaðurinn Klaus Iohannis hafði betur gegn frambjóðenda Jafnaðarmannaflokksins í síðari umferð forsetakosninganna.

Yfir­maður banda­ríska sjó­hersins rekinn

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur rekið Richard Spencer vegna þess hvernig hann tók á málum sérsveitarhermanns sem var lækkaður í tign fyrir brot í starfi.

Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés

Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn.

Sjá næstu 50 fréttir