Fleiri fréttir

Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“

Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann.

Evo Morales segir af sér

Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu.

Morales boðar til nýrra kosninga

Forseti Bólivíu tilkynnti í dag að boðað verði til nýrra kosninga í landinu eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar drógu framkvæmd kosninganna í efa.

Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney

Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana.

Til­kynnt um sprengingu og skot­á­rás í Mal­mö

Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið.

Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu

Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana.

Lúxus að búa á síkjunum

Húsbátar á síkjum Amsterdam hafa lengi verið tiltölulega ódýr staður til að búa á í borg með hátt fasteignaverð. En á síðustu árum hefur þetta breyst og nú sækir efnað fólk í síkin.

Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru

Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu.

Lula laus úr fangelsi

Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi.

„Eins og 12 ára gamalt barn í flugturni“

Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina.

Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð

Fjórir létust og 35 slösuðust í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmæli hafa staðið yfir í mánuð og yfir 250 hafa manns látið lífið. Stjórnvöld hafa reynt ýmsar leiðir, meðal annars að loka á aðgang að interneti

Mót­mælandi lést í Hong Kong

Námsmaður frá Hong Kong, sem tekið hefur þátt í mótmælum í borginni undanfarnar vikur og slasaðist alvarlega um helgina þegar hann féll ofan af bílastæðahúsi, lést í morgun.

Bloomberg stefnir á forsetaframboð

Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir