Fleiri fréttir

Vöru­bíl­stjórinn í gæslu­varð­hald

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays í síðustu viku.

Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins.

Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar

Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift.

Nýr for­seti kjörinn í Argentínu

Stjórnarandstæðingurinn og mið-vinstrimaðurinn Alberto Fernández var kjörinn nýr forseti Argentínu í forsetakosningum sem fram fóru í gær.

Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað

Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu.

Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS

Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS.

Þrjú látin laus úr haldi

Þrjú sem handtekin voru í tengslum við dauða þeirra 39 sem fundust í gámi vörubíls í Essex hafa verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns

90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana.

Réttað yfir fyrrverandi IRA-liða vegna morða

Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.

Mótmælt í Írak á ný

Þúsundir mótmæltu ríkisstjórn Íraks í dag. Lögregla mætti mótmælendum með byssum og táragasi.

Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga

Þrátt fyrir að Bandaríkin séu sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætla þau ekki að leggja sjóði SÞ sem aðstoðar fátæk ríki til að takast á við loftslagsbreytingar til neitt fé. Evrópuríki standa fyrir stærstum hluta framlaga í sjóðinn.

Sjá næstu 50 fréttir