Fleiri fréttir

Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald

Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn

Belgísk prinsessa handtekin á loftslagsmótmælum í London

Lafði Moncada, Prinsessan María-Esmeralda, yngsta dóttir Leópolds III belgíukonungs, systir Alberts II. konungs og föðursystir núverandi konungs Belgíu, Filippusar var handtekin á loftslagsmótmælunum sem staðið hafa yfir í London.

Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu

Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs.

Jane Fonda handtekin

Óskarsverðlaunaleikkonan og aðgerðasinninn Jane Fonda var handtekin í Washington-borg í gær.

Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára

Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag.

Þrír létust eftir bílasprengju

Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Tyrkjahers í norðurhluta Sýrlands. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á sama tíma og Tyrkir sækja dýpra inn í landið.

Tusk fordæmir hótanir Erdogan

Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands.

Tyrkir verði beittir við­skipta­þvingunum

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands.

Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar

Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki.

Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna

Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi.

Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu

Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag.

Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir

Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans.

Mæður bornar á brott

Lögreglan fjarlægði með valdi mæður sem tóku þátt í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna í gær.

Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna

Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands.

Forsetaframbjóðandinn Karoui látinn laus

Dómstóll í Norður-Afríkuríkinu Túnis fyrirskipaði í dag að forsetaframbjóðandinn Nabil Karoui skyldi leystur úr haldi, fjórum dögum áður en önnur umferð forsetakosninganna í landinu fara fram.

Rændu bæjarstjóranum og drógu hann eftir götunni

Ellefu voru handteknir í mexíkóska bænum Las Margaritas eftir að hafa rænt bæjarstjóranum Jorge Escandon Hernandez, bundið hann aftan í bifreið og dregið hann eftir götum bæjarins. Independent greinir frá.

Segir Trump hafa svikið Bandaríkin

Joe Biden hefur í fyrsta sinn kallað eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir embættisbrot.

Sterkur fellibylur stefnir að Japan

Fellibylurinn er nú fimm að stærð en veikist að líkindum áður en hann kemur að stærstu og fjölmennustu eyju Japans um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir