Fleiri fréttir

Kærir sig ekki um verðlaun

Charles Ramsey, Cleveland-búinn sem frelsaði þrjár konur úr tíu ára kynlífsþrælkun, vill að þær fái verðlaunaféð.

Gruna bræðurna um að hafa rænt fjórðu stúlkunni

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannskar nú hvort bræðurnir, sem rændu stúlkunum þremur og héldu föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland tíu ár, hafi einnig rænt fjórðu stúlkunni, Ashley Summers, sem hvarf árið 2007, þegar hún var fjórtán ára gömul.

Gæjar með gítar eiga meiri séns

Karlmenn með hljóðfæri ERU kynþokkafyllri en kynbræður þeirra. Kannski engin ný sannindi nema, nú hefur verið gerð vísindaleg rannsókn sem staðfestir þetta.

Eldhaf í Mexíkóborg

Stór olíubíll sprakk á hraðbraut norður af Mexíkóborg í gær og létust að minnsta kosti 22 í sprengingunni.

Spara milljarða á betri heilsu

Norsk stjórnvöld hafa fimm milljarða norskra króna, um 100 milljarða íslenskra, til ráðstöfunar í ár þar sem útgjöld vegna veikinda eru minni en búist var við.

Nítján látnir eftir gassprengingu

Minnst nítján létust og tæplega fjörutíu slösuðust þegar gasflutningabíll sprakk í loft upp skammt norðan Mexíkóborgar í Mexíkó snemma í gærmorgun.

Sjóræningjar stöðvaðir

Sjóránum undan ströndum Sómalíu hefur fækkað mikið á síðustu misserum en sjórán á svæðinu voru mikið vandamál á árunum 2008 til 2010. Árin 2009 og 2010 áttu sér stað um 50 sjórán hvort ár en nú er svo komið að skipi hefur ekki verið rænt á svæðinu í tólf mánuði.

Tóku fjóra friðargæsluliða í gíslingu í gær

Hópur sýrlenskra uppreisnarmanna hefur tekið fjóra friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. Þetta er önnur gíslataka uppreisnarmanna í kringum Gólanhæðir á undanförnum tveimur mánuðum, en 21 friðargæsluliða var rænt í mars síðastliðnum.

Netverjar hylla bjargvættinn

Charles Ramsey, bjargvættur kvennanna þriggja í Cleveland sem var haldið nauðugum í áratug, hefur vakið heimsathygli fyrir háttalag sitt.

Bakteríusýking veldur stöðugum bakverkjum

Rannsóknir danskra sérfræðinga sýna að lækna megi stöðugan bakverk fólks í allt að 40 prósent tilvika með sýklalyfjameðferð og draga þar með úr dýrum og áhættumsömum aðgerðum. Þessar niðurstöður hafa vakið heimsathygli og í grein í breska blaðinu Guardian er jafnvel fullyrt að stjórnendur rannsóknarinnar eigi skilið nóbelsverðlaun í læknisfræði.

Ein kvennanna eignaðist dóttur í prísundinni

Búið er að handtaka þrjá bræður sem eru grunaðir um að hafa rænt þremur konum og haldið þeim föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland í Bandaríkjunum í um tíu ár. Konunum var bjargað í gær auk sex ára gamallar stúlku sem AP fréttastofan segir að sé dóttir Amöndu Berry.

Saka Kínverja um njósnir.

Bandaríkjamenn saka Kínverja um tölvuárásir gagngert til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar.

Fatarisar grípi til aðgerða í Bangladess

Ekki dugar að þagga niður vandann í fataiðnaði í Bangladess, heldur þurfa vestræn fyrirtæki að grípa til raunverulegra aðgerða til að bæta ástandið. Aðeins tvö fyrirtæki hafa játað að hafa keypt föt úr verksmiðjum sem hrundu í síðustu viku.

Sjálfumglaður nýnasisti

Mikið uppnám var fyrir utan dómshúsið þegar mál gegn nýnasistanum Beate Zschaepe var tekið fyrir í Þýskalandi í gær.

Þreifst um áraraðir án afskipta yfirvalda

Réttarhöld hófust í Þýskalandi í gær yfir hópi fólks sem kennir sig við Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista, en fólkið er ákært fyrir tíu morð, tvær sprengjuárásir og fimmtán bankarán á árabilinu 2000 til 2007.

Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás

Sjö létu lífið í Sómalíu í gærmorgun þegar bíl hlöðnum sprengiefni var ekið inn í bílalest hersins sem fylgdi fjögurra manna sendinefnd frá Katar.

Óbrigðult ráð gegn skalla komið fram

Lengi hafa menn leitað eftir lækningu við skalla og nú er ein slík til umræðu sem þykir einna helst minna á vampírur að störfum, en gefur góða raun.

Réttað yfir nýnasista

Í dag hefjast réttarhöld í Þýskalandi yfir Beate Zchaepe, nýnasista sem ákærð er fyrir að hafa átt þátt í tíu morðum.

Ísraelsher lætur sprengjum rigna á höfuðborg Sýrlands

Ísraelsher gerði loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, aðfaranótt sunnudags. Sýrlenskum og ísraelskum stjórnvöldum ber ekki saman um hvert skotmark árásarinnar hafi verið. Samkvæmt ísraelskum stjórnvöldum var markmið árásarinnar að eyða stýriflaug sem verið var að flytja frá Íran til Líbanon og var ætluð Hezbollah-samtökunum.

Ógna fjögur þúsund heimilum

Veðurskilyrði í Kaliforníu hafa verið betri í dag en síðustu daga fyrir um tvö þúsund slökkviliðsmenn sem berjast við skógarelda í ríkinu. Eldarnir eru fyrr á ferðinni í ár enda hafa verið miklir þurrkar á svæðinu síðustu viku. Eldarnir ógna yfir fjögur þúsund heimilum og hafa nú þegar yfir þúsund þurft að yfirgefa híbýli sín. Slökkviliðsmenn nota meðal annars flugvélar og þyrlur með vatnstönkum í baráttunni við eldana.

Öflug loftárás á Damaskus

Ísraelski flugherinn gerði öfluga loftárás á skotmörk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í nótt.

547 látnir í Bangladesh

Tala látinna eftir að bygging hrundi í Bangladesh fyrir tíu dögum hækkar með hverjum deginum. Yfirvöld í landinu gáfu það út í morgun að minnsta kosti 547 hafi farist og er enn hundruða saknað. Í byggingunni var starfræk verksmiðja en hún var í mjög slæmu ásigkomulagi.

Skotárás á veitingastað

Fjórir voru skotnir til bana í skotárás á veitingastað bænum Aguas Bueans í Púertó Ríkó í nótt. Sex voru fluttir á sjúkrahús með skotsár, en enginn af þeim er í lífshættu.

Eftirlaunaaldur í Portúgal hækkaður - 18 prósent atvinnuleysi

Nýjar og hertari niðurskurðaraðgerðir hafa veirð boðaðar í Portúgal. Hátt í þrjátíu þúsund opinberum starfsmönnum verður sagt upp og eftirlaunaaldur hækkaður. Sem stendur mælist atvinnuleysi í Portúgal átján prósent og hefur efnahagur landsins dregist saman þriðja árið í röð.

Í mál við umboðsmanninn

Bandaríski rithöfundurinn Harper Lee hefur höfðað mál gegn umboðsmanni sínum, Samuel Pinkus. Hún sakar hann um að hafa narrað sig í að afsala sér höfundarrétti á stórvirkinu Að drepa Hermikráku.

Kanna landvistarleyfi skiptinema

Útlendingaeftirlit Bandaríkjanna mun á næstu dögum kanna landvistarleyfi allra erlendra skiptinema í landinu.

Guðmóðir Tupac fyrsta konan á lista FBI

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að guðmóðir rapparans Tupac Shakur sé fyrsta konan sem kemst á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu hryðjuverkamennina.

Sjá næstu 50 fréttir