Kærir sig ekki um verðlaun
Ramsey hefur vakið mikla athygli fyrir fjöruga framkomu sína í viðtölum þrátt fyrir að málið sé allt hið hryllilegasta, en þrír bræður voru handteknir vegna málsins og eru þeir grunaðir um að hafa haldið konunum nauðugum í húsi eins þeirra í tíu ár. Talið er að konurnar hafi verið kynlífsþrælar þeirra.
Ein kvennanna náði að gera vart við sig í gegn um útihurð hússins og Ramsey heyrði til hennar. Hann sparkaði upp hurðinni og hringdi á neyðarlínuna.
FBI bauð á sínum tíma verðlaunafé fyrir upplýsingar um tvær kvennanna sem saknað var en það kærir Ramsey sig ekki um. Hann segist eiga erfitt með svefn vitandi það að hann hefði búið í heilt ár nálægt konunum án þess að geta komið þeim til hjálpar.
Þetta kemur fram í viðtali fréttamannsins Anderson Cooper á CNN við Ramsey, en það má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir

Týndar í tíu ár - fundust heilar á húfi
Þrjár konur sem hurfu fyrir tíu árum komu í leitirnar ómeiddar í Cleveland í Bandaríkjunum í gær.

Netverjar hylla bjargvættinn
Charles Ramsey, bjargvættur kvennanna þriggja í Cleveland sem var haldið nauðugum í áratug, hefur vakið heimsathygli fyrir háttalag sitt.

Gruna bræðurna um að hafa rænt fjórðu stúlkunni
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannskar nú hvort bræðurnir, sem rændu stúlkunum þremur og héldu föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland tíu ár, hafi einnig rænt fjórðu stúlkunni, Ashley Summers, sem hvarf árið 2007, þegar hún var fjórtán ára gömul.

McDonalds ætlar að vera í sambandi við Charles Ramsey
Það er óhætt að segja að lífleg frásögn Charles Ramsey á því hvernig hann kom Amöndu Berry til hjálpar við flóttann frá heimili Ariel Castro á mánudaginn, hafi vakið mikla athygli.

Ein kvennanna eignaðist dóttur í prísundinni
Búið er að handtaka þrjá bræður sem eru grunaðir um að hafa rænt þremur konum og haldið þeim föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland í Bandaríkjunum í um tíu ár. Konunum var bjargað í gær auk sex ára gamallar stúlku sem AP fréttastofan segir að sé dóttir Amöndu Berry.

Sonurinn hafði ekki hugmynd
Anthony Castro segist miður sín vegna hryllilegra glæpa föður síns.