Fleiri fréttir Nær 50.000 Danir þurftu öryggisvottun frá leyniþjónustunni Veruleg aukning varð á fjölda þeirra Dana sem danska leyniþjónustan gaf öryggisvottun í fyrra miðað við árið á undan. 22.11.2012 06:32 Loftslagsbreytingar í Evrópu eru staðreynd Umhverfisstofnun Evrópu segir í nýrri skýrslu að loftslagsbreytingar í Evrópu séu staðreynd. Síðasti áratugur hafi verið sá heitasti í álfunni síðan að veðurmælingar hófust. 22.11.2012 06:30 Vopnahléið á Gaza heldur Vopnahléið sem samið var um á Gazasvæðinu hefur haldið í gærkvöldi og nótt þótt fréttir hafi borist um að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza skömmu eftir að formlega var gengið frá vopnahléssamkomulaginu síðdegis í gærdag. Enginn skaði varð af þeim eldflaugaskotum og Ísraelar svöruðu ekki í sömu mynt. 22.11.2012 06:26 Páfinn ósammála mörgu sem þykja staðreyndir í kristnum fræðum Benedikt páfi 16. hefur gefið út þriðja bindi sitt af ævisögu Jesús Krists. Í því er fjallað um líf frelsarans frá því hann fæddist og þar til hann varð 12 ára gamall. 22.11.2012 06:17 Ætla að ná öllu Kongó undir sig Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa. 22.11.2012 00:30 Tíu ára fangelsi fyrir spillingu Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka. 22.11.2012 00:00 Bedi hennar Helgu játar sök - Lögreglan segir svikin Machiavellísk Vickram Bedi, fyrrverandi sambýlismaður hinnar íslensku Helgu Ingvarsdóttur, hefur játað sök í stórfelldu svikamáli gegn tónskáldinu og ayuðkýfingnum Roger Davidson í Bandaríkjunum en þau voru handtekin fyrir tveimur árum síðan. 21.11.2012 22:51 Segja að vopnahlé taki gildi í kvöld Ísraelar og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé og má búast við að það taki gildi klukkan sjö í kvöld. Samkvæmt BBC hafa nærri 160 látið lífið í átökunum. 21.11.2012 17:41 Jesús fæddist nokkrum árum áður en almennt er talið Tímatal kristinna manna byggir á reikningsskekkju. Þetta staðhæfir Benedikt páfi sextándi í nýlegri fræðibók sinni um uppvaxtarár Jesús. 21.11.2012 16:50 Niðurtalning í heimsenda hafin Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum. 21.11.2012 14:14 Fann Curiosity líf á Mars? Stórtíðinda er að vænta frá geimfarinu Curiosity, sem nú er við rannsóknarstörf á plánetunni Mars. 21.11.2012 13:29 Danska stjórnin hættir við lög um bann við kaupum á vændi Danska ríkisstjórnin hefur alfarið hætt við að setja lög sem banna kaup á vændi í Danmörku. Slík löggjöf er þegar til staðar í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. 21.11.2012 10:14 Sérsveit kölluð út vegna dóma yfir Hells Angels í Kaupmannahöfn Kalla þurfti út sérsveit Kaupmannahafnarlögreglunnar síðdegis í gær þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp yfir 14 meðlimum glæpasamtakanna Hells Angels. 21.11.2012 06:56 Útgöngubann í Bólivíu vegna manntals Útgöngubann hefur verið sett á í Bólivíu vegna manntals sem þar fer fram í dag. Öll umferð um vegi landsins er bönnuð og áfengisbann er einnig í gildi í dag. 21.11.2012 06:41 Reynt til þrautar að ná samkomulagi um vopnahlé á Gaza Samningaviðræður um vopnahlé á Gaza svæðinu halda áfram núna í morgunsárið en ekki tókst að ljúka viðræðunum í gærkvöldi. 21.11.2012 06:31 Minniháttar eldgos á Nýja Sjálandi Minniháttar eldgos hófst í Tongariro-fjalli á norðureyju Nýja Sjálands í nótt. Um tíma náðu öskustrókurinn upp í um tveggja kílómetra hæð en hefur síðan fjarað út. 21.11.2012 06:26 Biðst afsökunar á alræmdum svörtum lista í Hollywood Willie Wilkerson sonur stofnenda blaðsins Hollywood Reporter hefur beðist opinberlega afsökunar á föður sínum sem birti alræmdan svartan lista um fólk í Hollywood sem talið var hallt undir kommúnisma um miðja síðustu öld. 21.11.2012 06:17 Reynt að semja um vopnahlé Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21.11.2012 00:00 Konur mega ekki verða biskupar Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar. 21.11.2012 00:00 Hafði kallað Makedóna slava Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava. 21.11.2012 00:00 Afríkumenn safna ofnum fyrir kalda Norðmenn Afríkubúar hafa hafið söfnun á ofnum fyrir íbúa Noregs vegna landlægs kulda þar í landi. Í myndbandi sem fylgir fréttinni er lag, svona í anda hjálpum þeim, þar sem íbúar Afríku skora á íbúa heimsálfunnar að aðstoða þessa íssköldu Norðmenn. 20.11.2012 21:00 Fullyrt að vopnahlé verði undirritað í kvöld Vopnahlé virðist vera í burðarliðnum í átökum Ísraelsmanna og liðsmanna Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Þetta fullyrðir forseti Egyptalands sem leitt hefur friðarumleitanir. Fullyrt er að vopnahléið verði undirritað í kvöld en Ísraelsmenn hafa ekkert staðfest. 20.11.2012 18:57 Hillary Clinton á leið til Ísraels Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Ísraels. Þar mun hún ræða við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og leiðtoga palentínsku heimastjórnarinnar í Ramallah um ástandið á Gaza svæðinu. 20.11.2012 09:13 Hægt að ættleiða turnspírur á þaki dómkirkjunnar í Mílanó Forstöðumenn dómkirkjunnar í Mílanó fara óhefðbundar leiðir í fjáröflun sinni fyrir nauðsynlegar endurbætur á þaki kirkjunnar. 20.11.2012 06:59 Skriður kominn á samninga um vopnahlé á Gaza Skriður virðist kominn á samninga milli Ísraelsmanna og Hamassamtakanna á Gaza um vopnahlé í þeim átökum sem staðið hafa linnulaust frá því í miðri síðustu viku. 20.11.2012 06:40 Slúðurblað segir Kate Middleton vera ólétta Bandaríska slúðurblaðið New York Post greinir frá því að Kate Middleton hertogaynjan af Cambridge, eiginkona Williams Bretaprins sé ólétt af fyrsta barni þeirra hjóna. 20.11.2012 06:38 Fresta niðurstöðum rannsókna á líki Ríkharðs þriðja Fornleifafræðingar sem rannsaka líkamsleifar Ríkharðs þriðja Englandskonungs segja að niðurstöður úr rannsóknum þeirra muni ekki liggja fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 20.11.2012 06:33 Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo. 20.11.2012 00:30 Hamas setur skilyrði Seint í kvöld höfðu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið síðan á miðvikudag kostað nærri hundrað manns lífið. Um 50 þeirra voru almennir borgarar, þar á meðal tugir barna. 20.11.2012 00:00 Anderson Cooper illa brugðið Honum var illa brugðið, Anderson Cooper, fréttamanni CNN sjónvarpsstöðvarinnar, þegar hann varð vitni að sprengingu í beinni útsendingu í gærkvöldi þegar hann var við fréttaflutning þar. Ástandið á Gaza verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður en Cooper var að segja fréttir af tíu manns sem höfðu farist í sperngingu þegar hann heyrði hvellinn. Hann fullyrðir að þetta sé ein mesta sprenging sem hann hafi heyrt síðan hann kom þangað. 19.11.2012 16:17 Múhameðsteiknarinn alvarlega veikur Hinn heimsfrægi danski teiknari Kurt Wetergaard, sem vað frægur fyrir að teikna afar umdeildar myndir af Múhameð spámanni, er mjög veikur. Fréttavefur danska ríkisútvarpsins segir að hann sé svo veikur að hann hafi þurft að aflýsa ferðum til London og New York. Ferðirnar átti hann að fara í til að kynna ævisögu sína. Bókin ber einfaldlega titilinn "Bókin að baki Múhameðsteikningunum“. Westergaard er 77 ára gamall. Hann hefur ítrekað fengið hótanir frá heitttrúuðum múslimum síðan að bókin kom út. 19.11.2012 15:01 Súkkulaði örvar heilastarfsemi Franz Messerli, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og kennari við Columbia háskóla, ritaði grein í læknaritið New England Journal of Medicine þar sem hann heldur því fram að súkkulaðiát auki líkur manna á því að hreppa Nóbelsverðlaun. 19.11.2012 07:00 Fundu 10.000 ára gamlan bústað í Skotlandi Fornleifafræðingar í Skotlandi hafa fundið það sem talið er elsti bústaður manna í landinu. Bústaður þessi, sem fannst í South Queensferry, er talinn vera um 10.000 ára gamall eða frá Mesolitich tímabilinu. 19.11.2012 06:34 Obama í sögulegri heimsókn til Búrma í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í sögulega opinbera heimsókn til Búrma í morgun. 19.11.2012 06:32 Ban Ki-moon hvetur til vopnahlés á Gazasvæðinu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leið til Kaíró í Egyptalandi til að reyna að miðla málum milli Ísraelsstjórnar og Hamassamtakanna. Hann hvetur báða aðila til þess að semja um vopnahlé þegar í stað. 19.11.2012 06:29 Anonymous ráðast á opinberar vefsíður í Ísrael Tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafa staðið fyrir umfangsmiklum tölvuárásum á opinberar vefsíður í Ísraels. 19.11.2012 06:25 Danskir prestar ósáttir við opinberar jarðarfarir Prestar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku gagnrýna sveitar- og bæjarstjórnir fyrir að beita sér ekki nægilega í því að finna ættingja fólks sem jarðað er á kostnað hins opinbera. 19.11.2012 06:21 SAS afboðar nokkrar flugferðir í dag Þrátt fyrir að SAS flugfélaginu hafi tekist að semja við flest verkalýðsfélög starfsmanna sinna hefur félagið afboðað nokkrar flugferðir frá Kastrup til hinna Norðurlandanna í dag. 19.11.2012 06:19 Páfi egypskra kopta vígður Tawandros II. var í gær vígður páfi koptísku kirkjunnar í Egyptalandi. Athöfnin tók nærri fjórar klukkustundir, en hana sóttu meðal annars forsætisráðherra Egyptalands og nokkrir aðrir ráðherrar í hinni íslömsku ríkisstjórn landsins. 19.11.2012 06:00 McCain vill að Clinton miðli málum Bandaríkin þurfa að senda hátt settan erindreka, eins og Bill Clinton fyrrverandi forseta, til þess að miðla máli á milli Ísrael og Palestínu. Þetta segir John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikana. Hann segir að bandarísk stjórnvöld verði að sýna fram á það að þeim sé alvara þegar þau segi að þau vilji að friður haldist á Vesturbakkanum. 18.11.2012 19:22 Vinsældir Frakklandsforseta dala sífellt Francois Hollande, forseti Frakklands, verður sífellt óvinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Vinsældir hans hafa nú dalað sex mánuði í röð samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í dag. Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir vikublaðið Le Journal de Dimanche sýnir að vinsældir Hollandes minnkuðu um eitt prósent síðastliðinn mánuð. Hann nýtur nú stuðnings 41% landsmanna. 18.11.2012 19:02 Áfram barist á Gaza Bardagar halda áfram á Gaza í dag, fimmta daginn í röð. Minnst tólf Palestínumenn féllu í morgun. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar séu reiðubúnir í meiri hernað. Þá halda Palestínumenn áfram að skjóta eldflaugum að Ísraelum. Á meðal þeirra sem hafa fallið á Gaza í morgun eru fjögur börn. Þá voru höfuðstöðvar tveggja fjölmiðla sprengdar og blaðamenn særðust. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti í morgun yfir stuðningi við Bandaríkjamenn og sagði að þeir væru í fullum rétti til að verja sjálfa sig. 18.11.2012 15:08 Yfir helmingur Breta vill ganga úr ESB Yfir helmingur breskra kjósenda myndi greiða atkvæði með þeirri tillögu að ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá á vef The Observer. Yfir 56% kjósenda myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með tillögunni ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. 18.11.2012 09:26 Hart tekist á um réttindi samkynhneigðra Tugþúsundir manna hafa núna um helgina mótmælt áformum stjórnvalda í Frakklandi að heimila hjónabönd samkynhneigðra og veita samkynhneigðum heimild til að ættleiða börn. Lögreglan segir að hið minnsta 70 þúsund hafi verið á götum Parísar, en einnig hafi verið mótmælt í borgunum Lyon, Toulouse og Marseille. Þarna hafi verið um að ræða kaþólikka og aðra stuðningsmenn hefðbundinna fjölskyldugilda, eins og það er orðað á fréttavef BBC. 18.11.2012 09:01 Ætlaði að hefja skotárás á frumsýningu Twilight myndarinnar Karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa undirbúið skotárás á frumsýningu nýju Twilight myndarinnar. Það var móðir mannsins sem hringdi í lögreglu og lét vita af áformum mannsins. Maðurinn, sem er 23 ára, heitir Blaec Lammers, eftir því sem fram kemur á vef Sky. 17.11.2012 14:24 Sjá næstu 50 fréttir
Nær 50.000 Danir þurftu öryggisvottun frá leyniþjónustunni Veruleg aukning varð á fjölda þeirra Dana sem danska leyniþjónustan gaf öryggisvottun í fyrra miðað við árið á undan. 22.11.2012 06:32
Loftslagsbreytingar í Evrópu eru staðreynd Umhverfisstofnun Evrópu segir í nýrri skýrslu að loftslagsbreytingar í Evrópu séu staðreynd. Síðasti áratugur hafi verið sá heitasti í álfunni síðan að veðurmælingar hófust. 22.11.2012 06:30
Vopnahléið á Gaza heldur Vopnahléið sem samið var um á Gazasvæðinu hefur haldið í gærkvöldi og nótt þótt fréttir hafi borist um að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza skömmu eftir að formlega var gengið frá vopnahléssamkomulaginu síðdegis í gærdag. Enginn skaði varð af þeim eldflaugaskotum og Ísraelar svöruðu ekki í sömu mynt. 22.11.2012 06:26
Páfinn ósammála mörgu sem þykja staðreyndir í kristnum fræðum Benedikt páfi 16. hefur gefið út þriðja bindi sitt af ævisögu Jesús Krists. Í því er fjallað um líf frelsarans frá því hann fæddist og þar til hann varð 12 ára gamall. 22.11.2012 06:17
Ætla að ná öllu Kongó undir sig Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa. 22.11.2012 00:30
Tíu ára fangelsi fyrir spillingu Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka. 22.11.2012 00:00
Bedi hennar Helgu játar sök - Lögreglan segir svikin Machiavellísk Vickram Bedi, fyrrverandi sambýlismaður hinnar íslensku Helgu Ingvarsdóttur, hefur játað sök í stórfelldu svikamáli gegn tónskáldinu og ayuðkýfingnum Roger Davidson í Bandaríkjunum en þau voru handtekin fyrir tveimur árum síðan. 21.11.2012 22:51
Segja að vopnahlé taki gildi í kvöld Ísraelar og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé og má búast við að það taki gildi klukkan sjö í kvöld. Samkvæmt BBC hafa nærri 160 látið lífið í átökunum. 21.11.2012 17:41
Jesús fæddist nokkrum árum áður en almennt er talið Tímatal kristinna manna byggir á reikningsskekkju. Þetta staðhæfir Benedikt páfi sextándi í nýlegri fræðibók sinni um uppvaxtarár Jesús. 21.11.2012 16:50
Niðurtalning í heimsenda hafin Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum. 21.11.2012 14:14
Fann Curiosity líf á Mars? Stórtíðinda er að vænta frá geimfarinu Curiosity, sem nú er við rannsóknarstörf á plánetunni Mars. 21.11.2012 13:29
Danska stjórnin hættir við lög um bann við kaupum á vændi Danska ríkisstjórnin hefur alfarið hætt við að setja lög sem banna kaup á vændi í Danmörku. Slík löggjöf er þegar til staðar í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. 21.11.2012 10:14
Sérsveit kölluð út vegna dóma yfir Hells Angels í Kaupmannahöfn Kalla þurfti út sérsveit Kaupmannahafnarlögreglunnar síðdegis í gær þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp yfir 14 meðlimum glæpasamtakanna Hells Angels. 21.11.2012 06:56
Útgöngubann í Bólivíu vegna manntals Útgöngubann hefur verið sett á í Bólivíu vegna manntals sem þar fer fram í dag. Öll umferð um vegi landsins er bönnuð og áfengisbann er einnig í gildi í dag. 21.11.2012 06:41
Reynt til þrautar að ná samkomulagi um vopnahlé á Gaza Samningaviðræður um vopnahlé á Gaza svæðinu halda áfram núna í morgunsárið en ekki tókst að ljúka viðræðunum í gærkvöldi. 21.11.2012 06:31
Minniháttar eldgos á Nýja Sjálandi Minniháttar eldgos hófst í Tongariro-fjalli á norðureyju Nýja Sjálands í nótt. Um tíma náðu öskustrókurinn upp í um tveggja kílómetra hæð en hefur síðan fjarað út. 21.11.2012 06:26
Biðst afsökunar á alræmdum svörtum lista í Hollywood Willie Wilkerson sonur stofnenda blaðsins Hollywood Reporter hefur beðist opinberlega afsökunar á föður sínum sem birti alræmdan svartan lista um fólk í Hollywood sem talið var hallt undir kommúnisma um miðja síðustu öld. 21.11.2012 06:17
Reynt að semja um vopnahlé Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21.11.2012 00:00
Konur mega ekki verða biskupar Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar. 21.11.2012 00:00
Hafði kallað Makedóna slava Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava. 21.11.2012 00:00
Afríkumenn safna ofnum fyrir kalda Norðmenn Afríkubúar hafa hafið söfnun á ofnum fyrir íbúa Noregs vegna landlægs kulda þar í landi. Í myndbandi sem fylgir fréttinni er lag, svona í anda hjálpum þeim, þar sem íbúar Afríku skora á íbúa heimsálfunnar að aðstoða þessa íssköldu Norðmenn. 20.11.2012 21:00
Fullyrt að vopnahlé verði undirritað í kvöld Vopnahlé virðist vera í burðarliðnum í átökum Ísraelsmanna og liðsmanna Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Þetta fullyrðir forseti Egyptalands sem leitt hefur friðarumleitanir. Fullyrt er að vopnahléið verði undirritað í kvöld en Ísraelsmenn hafa ekkert staðfest. 20.11.2012 18:57
Hillary Clinton á leið til Ísraels Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Ísraels. Þar mun hún ræða við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og leiðtoga palentínsku heimastjórnarinnar í Ramallah um ástandið á Gaza svæðinu. 20.11.2012 09:13
Hægt að ættleiða turnspírur á þaki dómkirkjunnar í Mílanó Forstöðumenn dómkirkjunnar í Mílanó fara óhefðbundar leiðir í fjáröflun sinni fyrir nauðsynlegar endurbætur á þaki kirkjunnar. 20.11.2012 06:59
Skriður kominn á samninga um vopnahlé á Gaza Skriður virðist kominn á samninga milli Ísraelsmanna og Hamassamtakanna á Gaza um vopnahlé í þeim átökum sem staðið hafa linnulaust frá því í miðri síðustu viku. 20.11.2012 06:40
Slúðurblað segir Kate Middleton vera ólétta Bandaríska slúðurblaðið New York Post greinir frá því að Kate Middleton hertogaynjan af Cambridge, eiginkona Williams Bretaprins sé ólétt af fyrsta barni þeirra hjóna. 20.11.2012 06:38
Fresta niðurstöðum rannsókna á líki Ríkharðs þriðja Fornleifafræðingar sem rannsaka líkamsleifar Ríkharðs þriðja Englandskonungs segja að niðurstöður úr rannsóknum þeirra muni ekki liggja fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 20.11.2012 06:33
Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo. 20.11.2012 00:30
Hamas setur skilyrði Seint í kvöld höfðu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið síðan á miðvikudag kostað nærri hundrað manns lífið. Um 50 þeirra voru almennir borgarar, þar á meðal tugir barna. 20.11.2012 00:00
Anderson Cooper illa brugðið Honum var illa brugðið, Anderson Cooper, fréttamanni CNN sjónvarpsstöðvarinnar, þegar hann varð vitni að sprengingu í beinni útsendingu í gærkvöldi þegar hann var við fréttaflutning þar. Ástandið á Gaza verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður en Cooper var að segja fréttir af tíu manns sem höfðu farist í sperngingu þegar hann heyrði hvellinn. Hann fullyrðir að þetta sé ein mesta sprenging sem hann hafi heyrt síðan hann kom þangað. 19.11.2012 16:17
Múhameðsteiknarinn alvarlega veikur Hinn heimsfrægi danski teiknari Kurt Wetergaard, sem vað frægur fyrir að teikna afar umdeildar myndir af Múhameð spámanni, er mjög veikur. Fréttavefur danska ríkisútvarpsins segir að hann sé svo veikur að hann hafi þurft að aflýsa ferðum til London og New York. Ferðirnar átti hann að fara í til að kynna ævisögu sína. Bókin ber einfaldlega titilinn "Bókin að baki Múhameðsteikningunum“. Westergaard er 77 ára gamall. Hann hefur ítrekað fengið hótanir frá heitttrúuðum múslimum síðan að bókin kom út. 19.11.2012 15:01
Súkkulaði örvar heilastarfsemi Franz Messerli, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og kennari við Columbia háskóla, ritaði grein í læknaritið New England Journal of Medicine þar sem hann heldur því fram að súkkulaðiát auki líkur manna á því að hreppa Nóbelsverðlaun. 19.11.2012 07:00
Fundu 10.000 ára gamlan bústað í Skotlandi Fornleifafræðingar í Skotlandi hafa fundið það sem talið er elsti bústaður manna í landinu. Bústaður þessi, sem fannst í South Queensferry, er talinn vera um 10.000 ára gamall eða frá Mesolitich tímabilinu. 19.11.2012 06:34
Obama í sögulegri heimsókn til Búrma í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í sögulega opinbera heimsókn til Búrma í morgun. 19.11.2012 06:32
Ban Ki-moon hvetur til vopnahlés á Gazasvæðinu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leið til Kaíró í Egyptalandi til að reyna að miðla málum milli Ísraelsstjórnar og Hamassamtakanna. Hann hvetur báða aðila til þess að semja um vopnahlé þegar í stað. 19.11.2012 06:29
Anonymous ráðast á opinberar vefsíður í Ísrael Tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafa staðið fyrir umfangsmiklum tölvuárásum á opinberar vefsíður í Ísraels. 19.11.2012 06:25
Danskir prestar ósáttir við opinberar jarðarfarir Prestar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku gagnrýna sveitar- og bæjarstjórnir fyrir að beita sér ekki nægilega í því að finna ættingja fólks sem jarðað er á kostnað hins opinbera. 19.11.2012 06:21
SAS afboðar nokkrar flugferðir í dag Þrátt fyrir að SAS flugfélaginu hafi tekist að semja við flest verkalýðsfélög starfsmanna sinna hefur félagið afboðað nokkrar flugferðir frá Kastrup til hinna Norðurlandanna í dag. 19.11.2012 06:19
Páfi egypskra kopta vígður Tawandros II. var í gær vígður páfi koptísku kirkjunnar í Egyptalandi. Athöfnin tók nærri fjórar klukkustundir, en hana sóttu meðal annars forsætisráðherra Egyptalands og nokkrir aðrir ráðherrar í hinni íslömsku ríkisstjórn landsins. 19.11.2012 06:00
McCain vill að Clinton miðli málum Bandaríkin þurfa að senda hátt settan erindreka, eins og Bill Clinton fyrrverandi forseta, til þess að miðla máli á milli Ísrael og Palestínu. Þetta segir John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikana. Hann segir að bandarísk stjórnvöld verði að sýna fram á það að þeim sé alvara þegar þau segi að þau vilji að friður haldist á Vesturbakkanum. 18.11.2012 19:22
Vinsældir Frakklandsforseta dala sífellt Francois Hollande, forseti Frakklands, verður sífellt óvinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Vinsældir hans hafa nú dalað sex mánuði í röð samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í dag. Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir vikublaðið Le Journal de Dimanche sýnir að vinsældir Hollandes minnkuðu um eitt prósent síðastliðinn mánuð. Hann nýtur nú stuðnings 41% landsmanna. 18.11.2012 19:02
Áfram barist á Gaza Bardagar halda áfram á Gaza í dag, fimmta daginn í röð. Minnst tólf Palestínumenn féllu í morgun. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar séu reiðubúnir í meiri hernað. Þá halda Palestínumenn áfram að skjóta eldflaugum að Ísraelum. Á meðal þeirra sem hafa fallið á Gaza í morgun eru fjögur börn. Þá voru höfuðstöðvar tveggja fjölmiðla sprengdar og blaðamenn særðust. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti í morgun yfir stuðningi við Bandaríkjamenn og sagði að þeir væru í fullum rétti til að verja sjálfa sig. 18.11.2012 15:08
Yfir helmingur Breta vill ganga úr ESB Yfir helmingur breskra kjósenda myndi greiða atkvæði með þeirri tillögu að ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá á vef The Observer. Yfir 56% kjósenda myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með tillögunni ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. 18.11.2012 09:26
Hart tekist á um réttindi samkynhneigðra Tugþúsundir manna hafa núna um helgina mótmælt áformum stjórnvalda í Frakklandi að heimila hjónabönd samkynhneigðra og veita samkynhneigðum heimild til að ættleiða börn. Lögreglan segir að hið minnsta 70 þúsund hafi verið á götum Parísar, en einnig hafi verið mótmælt í borgunum Lyon, Toulouse og Marseille. Þarna hafi verið um að ræða kaþólikka og aðra stuðningsmenn hefðbundinna fjölskyldugilda, eins og það er orðað á fréttavef BBC. 18.11.2012 09:01
Ætlaði að hefja skotárás á frumsýningu Twilight myndarinnar Karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa undirbúið skotárás á frumsýningu nýju Twilight myndarinnar. Það var móðir mannsins sem hringdi í lögreglu og lét vita af áformum mannsins. Maðurinn, sem er 23 ára, heitir Blaec Lammers, eftir því sem fram kemur á vef Sky. 17.11.2012 14:24