Fleiri fréttir

Hugo Chavez endurkjörinn forseti Venesúela

Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela um helgina en hann hlaut samtals 54% atkvæða. Þetta verður fjórða kjörtímabil Chavez í embætti forseta landsins.

Eldgos í Indónesíu

Kvika og aska fellur nú til jarðar í nágranni við eldfjallið Mount Lokon í norðaustur-hluta Indónesíu sem byrjaði að gjósa í nótt. Yfirvöld hafa varað íbúa, sem búa í grennd við fjallið, við að fara út úr húsum sínum enda er mikið mistur á svæðinu. Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í landinu heyrast miklar drunur í um sex kílómetra radíus við fjallið. Eldfjallið er mjög virkt og hefur mikil virkni verið í því síðustu ár.

Þreytulegur og með grátstafinn í kverkunum

Breti á fimmtugsaldri, sem grunaður er um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, var leiddur fyrir dómara í morgun. Leitin að stúlkunni hefur enn ekki borið árangur.

Nóbelsvikan hefst í dag

Nóbelsvikan hefst í Stokkhólmi í dag með því að veitt verða Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

Forsætisráðherra Líbýu vikið úr starfi

Mustafa Abu Shagur forsætisráðherra Líbýu hefur verið vikið úr starfi. Þetta gerðist í framhaldi af því að Shagur mistókst í annað sinn að fá meirihlutastuðing á þingi landsins fyrir ríkisstjórn sína.

Lætur sig falla úr 36 kílómetra hæð

Fallhlífarstökkvarinn Felix Baumgartner hefur árum saman unnið að undirbúningi þess að slá öll met í þeirri grein. Á morgun verður svo komið að stóra stökkinu. Hann ætlar að fara með loftbelg upp í að minnsta kosti 36 kílómetra hæð og láta sig falla niður til jarðar. Hann reiknar með að fallið taki rúmlega fimm og hálfa mínútu áður en fallhlíf opnast þegar hann verður kominn niður í eins og hálfs kílómetra hæð.

Nýtt hervæðingarkapphlaup

Yfir sjötíu þjóðir hafa nú komið sér upp mannlausum herflugvélum. Enn er þó aðeins lítill hluti þeirra búinn vopnum. Þessi þróun mun án efa breyta stríðsrekstri til muna og hætta er á að með henni hefjist nýtt hervæðingarkapphlaup.

Sjúklingar deyja úr hungri og þorsta á breskum sjúkrahúsum

Fjörutíu og þrír sjúklingar á breskum sjúkrahúsum dóu úr hungri í fyrra og hundrað og ellefu dóu úr þorsta. Að auki kemur fram í læknaskýrslum að 588 sjúklingar hafi þjáðst af alvarlegum vökvaskorti og 287 hafi verið alvarlega vannærðir þegar þeir dóu. Breska blaðið The Telegraph greindi frá þessu á laugardag og hefur eftir Katherine Murphy, framkvæmdastjóra samtaka sjúklinga í Bretlandi, að þessar tölur séu nöturlegur og skammarlegur vitnisburður um ástandið í Bretlandi á 21. öldinni.

Árekstrarhætta úti í geimnum

Alþjóðlega geimstöðin var í gær flutt yfir á aðra braut umhverfis jörðu vegna hættu á árekstri við geimrusl. Sex geimfarar eru nú um borð í geimstöðinni. Talið er að meira en 21 þúsund brot úr ýmiss konar geimrusli, hvert þeirra stærra en 10 sentímetrar í þvermál, séu á braut umhverfis jörðu úti í geimnum. Öryggisreglur geimstöðvarinnar segja til um að þegar hætta á árekstri verður meiri en einn á móti tíu þúsund þurfi að breyta um braut hennar. - gb

Lýðræðinu ógnað á margan hátt

Þó enn sé óvíst hvort frammistaða Baracks Obama og Mitts Romney í kappræðunum í vikunni komi til með að skipta sköpum þegar upp er staðið markaði rimman upphafið að endasprettinum í kosningaferli sem markar tímamót að mörgu leyti.

Styttist í afrek aldarinnar

Senn líður að því að fallhlífastökkvarinnar Felix Baumgartner skrái nafn sitt á spjöld sögunnar. Á þriðjudaginn mun hann setjast inn í sérhannað þrýstijafnað hylki og svífa upp í 40 kílómetra hæð, opna dyrnar og stíga út.

Aðgerðasinninn Lady Gaga

Nú styttist í að poppstjarnan Lady Gaga sæki Ísland heim en hún mun taka við viðurkenningu úr LennonOno friðarsjóðnum í Hörpu á þriðjudaginn. Lady Gaga, sem réttu nafni heitir Stefani Joanne Angelina Germanotta, hlýtur viðurkenninguna fyrir mannúðarstörf sín.

Ellefu teknir af lífi í Írak

Ellefu fangar voru teknir af lífi í Írak í dag. Mennirnir voru sakfelldir fyrir aðild sína að hryðjuverkastarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Íraks voru mennirnir allir Írakar en einn var frá Alsír.

Tyrkir svara árásum Sýrlendinga

Ekki sér fyrir endann á deilu Sýrlendinga og Tyrkja. Sýrlenski stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir nokkur skotmörk á Tyrknesku landi í nótt og í kjölfarið svöruðu Tyrkir í sömu mynt.

Bænastund vegna April

Leit að hinni fimm ára gömlu April Jones hefur ekki enn borið árangur. Hátt í sjö hundruð manns komu saman í bæjarkirkjunni í welska bænum Machynlleth þar sem beðið var fyrir April.

Varðveita veggjalist byltingarinnar

Hópur egypskra listamanna og ljósmyndara hafa tekið saman höndum til þess að vernda veggjalist í Egyptalandi. Útkoman er bókin Veggjaspjall (e. Wall Talk). Á 680 blaðsíðum er farið yfir sögu veggjalistar í Egyptalandi en þetta róttæka listform varpar ljósi á tíðaranda Egyptalands frá því að stjórnarbyltingin hófst árið 2011.

Kosið í Venesúela

Forsetakosningar fara í dag fram í Venesúela og er búist við að þær verði mest spennandi kosningar í landinu í áratug.

Uppgötvuðu 160 nýjar tegundir

Um 160 nýjar tegundir hafa fundist á fjallinu Kinabalu á eyjunni Borneo í Malasíu. Þetta tilkynntu vísindamenn síðastliðinn fimmtudag. Fjallað er um málið á fréttasíðu CNN.

Ísraelar skutu niður ómannað njósnavél

Lítil ómönnuð njósnavél var skotin niður í suðurhluta Ísrael í gær. Vélin hrapaði í Negev eyðimörkinni og leyfa hennar nú leitað. Ekki er vitað hvaðan flugvélin kom. Þá er enn óljóst að hvort að vélin hafi verið notuð til njósna eða hvort að hana hafi verið átt að nota til loftárása.

David Blaine í auga stormsins

Töframaðurinn David Blaine heillaði íbúa New York í dag með nýjasta glæfrabragði sínu. Sjónhverfingamaðurinn hefur reynt ýmislegt í gegnum tíðina en fátt jafn tilkomumikið og það nýjasta.

Ákærður fyrir morðið á April Jones

Mark Bridger, fjörutíu og sex ára Breti, var í dag ákærður fyrir morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones, sem saknað hefur verið síðan í byrjun vikunnar.

Hárgreiðslusýning hunda í Þýskalandi

Hárgreiðslusýning hunda fer nú fram í Stadroda í Þýskalandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu en þátttakendur koma frá Finnlandi, Póllandi og Danmörku. Á meðfyljgandi mynd sést Ilse Vermeiren frá Belgíu snyrta hundinn sinn fyrir sýninguna.

Bryti páfa í 18 mánaða fangelsi

Fyrrverandi bryti Benedikts páfa sextánda var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var sakaður um að stolið trúnaðarskjölum frá skrifstofu páfa og lekið þeim til ítalskra fjölmiðla.

Tungumálunum fækkaði um eitt

Bobby Hogg, verkfræðingur frá Skotlandi er látinn 92 ára að aldri. Það sem gerir andlát hans fréttnæmt er að hann var sá síðasti sem talaði sérstaka skoska mállýsku sem kennd er við Cromarty fiskimenn.

Leiðtogi námumanna myrtur

Leiðtogi bandalags námuverkamanna í Suður-Afríku var myrtur við hvítagullsnámur fyrirtækisins Lonmin í gær. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á morðinu en grunur leikur á að öryggissveitir Lonmin hafi verið þar að verki.

Abu Hamza mætir fyrir dómara

Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza var fluttur til Bandaríkjanna í nótt ásamt fjórum öðrum. Hann verður dregin fyrir dómara í New York seinna í dag þar sem hann verður ákærður fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk.

Beitir sér af alefli gegn Capriles

Henrique Capriles, forsetaframbjóðandi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosningasamkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn.

Viðurkennir að hafa sagt dellu

„Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb

Abu Hamza framseldur

Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár.

Grunaður um að hafa myrt April Jones

Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag.

Bandarískur ferðamaður hóf skothríð á ísraelsku hóteli

Bandarískur ferðamaður skaut einn til bana á hóteli í bænum Eliat í Ísrael í morgun. Samkvæmt fréttastofunni Reuters náði maðurinn byssu af öryggisverði á hótelinu og skaut samstarfsmann hans til bana. Því næst lokaði árásarmaðurinn sig inni í eldhúsi hótelsins. Óstaðfestar fregnir herma að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu.

Abba-safn opnað í Svíþjóð

Það líður ekki á löngu þar til aðdáendur Abba geta komist í návígi við búninga sem fjórmenningarnir í hljómsveitinni klæddust, sungið Abbalögin í karókí og skoðað myndir af gömlu stjörnunum úr hljómsveitinni í fullri stærð. Abba-safn verður opnað í Svíþjóð á næsta ári.

Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama

Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld.

Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar

Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters.

50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna

Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar.

Fimm ára stúlkunnar enn saknað

Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag.

Sýrlendingar báðust afsökunar

Tyrkneska þingið samþykkti í gær heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi, daginn eftir að sprengjuárás frá Sýrlandi varð fimm manns að bana í Tyrklandi.

Segir rannsóknina ómarktæka

Nýleg frönsk rannsókn, sem bendir til þess að ákveðinn erfðabreyttur maís og illgresiseyðirinn Roundup valdi æxlismyndun, er ekki byggð á nægilega sterkum vísindalegum grunni til þess að ástæða sé til endurskoðunar á Evrópulöggjöf. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum Matvælastofnunar Evrópu (EFSA), sem tók málið fyrir að ósk framkvæmdastjórnar ESB, eftir útkomu rannsóknarinnar.

Handhafar Nóbels kynntir í næstu viku

Nóbelsverðlaunahafar þessa árs verða kynntir í næstu viku. Sem fyrr ríkir mikil spenna fyrir friðarverðlaunum Nóbels sem og Nóbelsverðlaunum í bókmenntum.

Sjá næstu 50 fréttir