Erlent

Abu Hamza mætir fyrir dómara

Abu Hamza
Abu Hamza mynd/AFP
Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza var fluttur til Bandaríkjanna í nótt ásamt fjórum öðrum. Hann verður dregin fyrir dómara í New York seinna í dag þar sem hann verður ákærður fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk.

Áfrýjunarréttur í Lundúnum hafnaði í gær kröfu fimmmenninganna um að þeir yrðu ekki framseldir til Bandaríkjanna. Hamza, sem er 54 ára gamall, var þekktur fyrir eldmessur sínar í moskunni í Finsbury Park í Lundúnum á tíunda áratugnum.

Ákæran gegn Hamza er í ellefu liðum, þar á meðal er hann sakaður um að hafa skipulagt gíslatökur í Jemen árið 1998 og að hafa reynt að koma á fót þjálfunarbúðum fyrir herskáa múslíma í Oregon í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×