Fleiri fréttir

Öryggisráð SÞ kemur saman

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman seinnipartinn í dag vegna aðgerða ísraelska flotans í nótt þegar þeir felldu að minnsta kosti 19 menn um borð í skipi sem sigldi með hjálpargögn til Gaza. Skipalest með um tíuþúsund tonn af hjálpargögnum sigldi frá Kýpur áleiðis til Ísrael en til stóð að dreifa hjálpargögnunm á Gaza svæðinu.

Henning Mankell var um borð í einu skipanna

Sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell var um borð í einu skipanna sem ísraelski herinn stöðvaði í nótt þegar skipin voru á leið með hjálpargögn á Gaza. Þetta staðfestir talsmaður Mankells sem segist ekki hafa náð í hann síðan árásin var gerð.

Concord þota aftur á loft árið 2012

Allar líkur eru á að hin þjóðsagnakennda þota Concord komist aftur á loft eftir tvö ár. Breskir og franskir flugáhugamenn vinna nú að málinu.

Ísraelar ráðast á skipalest - 14 skipverjar fallnir

Herskip frá ísraleska flotanum hefur ráðist á eitt af þeim sex skipum sem er á leið til Gazasvæðisins með neyðaraðstoð handa íbúum þess. Ísraelska sjónvarpsstöðin Channel 10 segir að 14 manns hafi farist í árásinni.

Hundruð farast í hitabylgju á Indlandi

Mesta hitabylgja síðan mælingar hófust herjar nú á Indlandi. Hundruð landsmanna hafa farist í hitanum og þúsundir þjást af ýmsum fylgikvillum hitabylgjunnar.

Undirbúin fyrir hið versta

Olíulekinn í Mexíkóflóa er versta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna, segir Carol Browner, orkumálaráðgjafi Hvíta hússins.

Hommum gefið frelsi

Tveimur samkynhneigðum karlmönnum frá Malaví hefur verið sleppt lausum eftir að hafa verið dæmdir í fjórtán ára fangelsi fyrir kynheigð sína. Málið vakti gríðarlega mikla athygli um allan heim og voru stjórnvöld í Malaví gagnrýnd harðlega fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum.

Dennis Hopper er látinn

Leikarinn Dennis Hopper er látinn. Hann var 74 ára en hann lést á heimili sínu í Kaliforníu í morgun.

Danir púa pípur mest allra

Danir reykja álíka mikið og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins. En þegar kemur að pípureykingum kemst engin með tærnar þar sem þeir hafa hælana.

Ástralir í mál við Japana

Áströlsk stjórnvöld undirbúa málsókn gegn Japan vegna hvalveiða þeirra í Suðurhöfum. Rökin fyrir málsókninni eru að veiðarnar gangi gegn alþjóðabanni við veiðum í atvinnuskyni en Japanar halda því fram að um vísindaveiðar sé að ræða. .

Tugir myrtir í árás á moskur

Minnst 80 manns létust og fjöldi særðist í árás á tvær moskur Ahmati múslíma í borginni Lahore í Pakistan í gær. Í gærkvöldi var ekki vitað hverjir stóðu fyrir ódæðinu eða hversu margir árásar-mennirnir voru. Þeir beittu bæði hríðskotarifflum og handsprengjum áður en þrír þeirra sprengdu sprengjur sem þeir báru innanklæða.

Fáir hryðjuverkaleiðtogar í Guantanamo

Um tíu prósent þeirra 240 fanga sem enn voru í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu þegar Barack Obama tók við embætti forseta eru taldir hafa verið hátt settir menn í hryðjuverkasamtökum sem ætluðu að ráðast gegn Bandaríkjunum. Hinir eru taldir hafa verið lágt settir fylgismenn. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var af ríkisstjórn Bandaríkjanna en hefur aldrei verið gerð opinber. Bandaríska dagblaðið The Washington Post hefur skýrsluna nú undir höndum og hefur birt útdrætti úr henni. Fimm prósent fanganna var ekki hægt að tengja við hryðjuverk með nokkrum hætti.

Gary Coleman látinn

Barnastjarnan fyrrverandi, Gary Coleman, er látinn, 42 ára að aldri. Coleman sló í gegn í bandarísku sjónvarpi í þáttunum „Diff'rent Strokes“ en varð frægðinni að bráð eins og svo margar barnastjörnur. Hann stríddi við sjúkdóm sem leiddi til þess að hann var alla tíð mjög lágvaxinn og var hann oft skotspónn grínara vegna þess.

Geimrusl ógnar fjarskiptum

Það er orðið svo mikið af rusli í geimnum að það stefnir fjarskiptum á jörðu í verulega hættu.

Aldrei jafn margar árásartilraunir

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að á síðustu níu mánuðum hafi verið gerðar fleiri tilraunir til hryðjuverkaárása á landið en nokkru sinni fyrr á eins árs tímabili.

Fleiri handteknir í Pakistan

Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið sex menn til viðbótar sem grunaðir eru um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí þegar sprengju var komið fyrir í jeppa á Times Square. Fimm menn höfðu áður verið handteknir í Pakistan í tengslum við málið.

Stjórnendur Facebook gagnrýndir

Stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook eru harðlega gagnrýndir fyrir að tryggja ekki persónuvernd notenda sinna. Forstjóri Facebook boðar breytingarnar.

Á sjötta tug látnir í Indlandi

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir að tvær lestir rákust saman í norðausturhluta Indlands í nótt. Yfirvöld telja að skemmdaverk hafa verið unnin á lestarteinunum sem varð til þess lest með yfir 200 farþega og flutningalest lentu saman.

Eldgos í Guatemala

Eldgos hófst í fjallinu Pacaya skammt frá höfuðborg Mið-Ameríkuríksins Guatemala í gærkvöldi. Mikið öskufall hefur orðið í höfuðborginni og hafa á annað þúsund íbúar þurft að flýja heimili sín. Þá hefur alþjóðaflugvellinum í borginni verið lokað. Eldfjallið er 25 kílómetra suður af höfuðborginni.

Flutt inn í Downingstræti 10

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og fjölskylda hans fluttu í gær formlega inn í embættisbústað ráðherrans í Downingstræti 10. Cameron greindi frá því í samtali við breska ríkisútvarpið að fjölskyldan muni sakna hússins í Notting Hill í vesturhluta Lundúna þar sem þau hafa búið undanfarin ár. Þeirra allra, og ekki síst barnanna sem eru sex og fjögurra ára gömul, bíði samt sem áður mikil ævintýri.

72 milljónir lítra lekið í flóann

Mexíkó, ap Olíuslysið í Mexíkóflóa er það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt varlegu mati vísindamanna hafa næstum 72 milljónir lítra af olíu lekið í sjóinn frá því að borpallur brann og sökk í apríl. Útreikningar vísindamanna gefa til kynna að á bilinu 1,9 og 3,8 milljónir lítra af olíu hafa lekið í sjóinn á hverjum degi frá því að slysið varð.

Raðmorðingi vann að doktorsritgerð um morð

Stephen Griffiths, fertugur karlmaður í Yorkshire á Englandi hefur verið ákærður fyrir morð á þremur vændiskonum. Eitt morðið náðist á öryggismyndavél en þar sést Griffiths skjóta ör úr lásboga í höfuð konunnar. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en margt þykir líkt með morðunum nú og þeim sem Peter Sutcliff framdi á sama svæði en hann var kallaður „The Yorkshire Ripper“ af fjölmiðlum.

Hermenn á Jamaica sakaðir um morð á óbreyttum borgurum

Íbúar í Tivoli Gardens, fátækrahverfinu í Kingston á Jamaica sem hafa þurft að búa við kúlnaregn og ofbeldi síðustu daga fullyrða að hermenn og lögregla hafi myrt fjölda óbreyttra og óvopnaðra manna í hverfinu síðustu daga.

Öflugur skjálfti í Suður Kyrrahafi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Suður Kyrrahafi undir kvöld. Skjálftinn mældist 7,2 að stærð og var fljóðbylgjuviðvörun gefin út á Salómón eyjum, Vanúatú og í Nýju Kaledóníu. Viðvörunin var afturkölluð skömmu síðar.

Rauða kross námskeið fyrir talibana

Alþjóða Rauði krossinn hefur varið þær gjörðir sínar að halda námskeið í hjálp í viðlögum fyrir talibana í Afganistan. Slík þriggja daga námskeið hafa verið haldin í fjögur ár.

Hvalavinur fyrir dómi í Japan

Liðsmaður hvalaverndunarsamtakanna Sea Shepherd á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi ef hann verður sekur fundinn í réttarhöldum sem hófust í Japan í dag.

Læknar beita þroskahefta konu valdi

Dómari í Bretlandi hefur úrskurðað að læknum verði heimilað að færa 55 ára gamla konu með valdi á spítala, til að gangast undir krabbameinsaðgerð.

Gíslar biðla til Camerons

Breskt par sem sómalskir sjóræningjar rændu á Indlandshafi í október síðastliðnum biðla til Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, um hjálp. Fólkið er enn í haldi ræningjanna.

Spennan færist í aukana á Kóreuskaga

„Þetta var óviðunandi ögrun af hálfu Norður-Kóreu og alþjóðasamfélagið verður að sýna ábyrgð og bregðast við,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Seúl, höfuð-borg Suður-Kóreu, í gær.

500 í haldi á Jamaica - Coke gengur enn laus

Lögreglan á Jamaica hefur handtekið rúmlega 500 manns í aðgerðum síðustu daga en í höfuðborginni Kingston hefur verið barist í fjóra daga þar sem yfirvöld vilja hafa hendur í hári Christophers Coke, valdamesta eiturlyfjabaróns eyjunnar. Aðgerðin hefur misheppnast hingað til enda nýtur Coke mikilla vinsælda í Tivoli Gardens fátækrahverfinu þar sem hann hefst við. Talið er að 44 hafi látist í átökunum hið minnsta en nokkur ró virðist hafa færst yfir borgina síðasta sólarhringinn.

Símanúmer frá helvíti

Símafélag í Búlgaríu hefur lokað fyrir símanúmerið 888 888 888. Ástæðan er einföld.

Reynt að stöðva lekann í Mexíkóflóa

Breska olíufélagið BP hóf í kvöld umfangsmikla tilraun til þess að stöðva lekann úr borholu félagsins í Mexíkóflóa. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt tilraunina en hún felst í því að dæla drullu ofan í borholuna til þess að draga úr útstreyminu og steypa síðan upp í gatið. Aðferðin er vel þekkt en hún hefur þó aldrei verið reynd á viðlíka dýpi og þarna er um að ræða.

Sæmilega dýr rannsóknarskýrsla

Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að skýrslan um Blóðuga sunnudaginn í Londonderry verði birt opinberlega 15. júní næstkomandi.

17 milljón brjálaðar býflugur

Slökkviliðsmönnum sem komu að fjögurra bíla árekstri í Minnesota brá í brún þegar þeir sáu farþegana sem þeir þurftu að eiga við.

Haldið áfram að bora þrátt fyrir aðvaranir

Olíurisinn British Petroleum hefur viðurkennt að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð á síðustu klukkustundunum áður en borpallurinn á Mexíkóflóa sprakk í loft upp.

Eldri mæðrum fjölgar ört

Næstum þrefalt fleiri breskar konur eignast börn eftir fertugt núna en fyrir 20 árum síðan. Í fyrra ólu tæplega 27 þúsund breskar konur, fertugar eða eldri, börn en einungis um níu þúsund konur árið 1989. Þetta sýna tölur bresku Hagstofunnar. Í fyrra ólu um 114 þúsund breskar konur á aldrinum 35-39 ára börn en það er um 41% aukning í þessum aldurshópi frá árinu 1999.

Þreyttir á hálfnöktum ferðamönnum

Íbúar og yfirvöld í Katalóníu eru orðin þreytt á að horfa upp á hálfnakta ferðamenn í miðborg Barcelona. Því stendur til að að grípa til aðgerða gegn fólki sem sprangar um helstu götur borgarinnar í baðskýlum og bikini.

Sjá næstu 50 fréttir