Erlent

Eldri mæðrum fjölgar ört

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldri mæðrum fjölgar ört í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Eldri mæðrum fjölgar ört í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Næstum þrefalt fleiri breskar konur eignast börn eftir fertugt núna en fyrir 20 árum síðan. Í fyrra ólu tæplega 27 þúsund breskar konur, fertugar eða eldri, börn en einungis um níu þúsund konur árið 1989. Þetta sýna tölur bresku Hagstofunnar. Í fyrra ólu um 114 þúsund breskar konur á aldrinum 35-39 ára börn en það er um 41% aukning í þessum aldurshópi frá árinu 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×