Erlent

Sæmilega dýr rannsóknarskýrsla

Óli Tynes skrifar
Londonderry árið 1972.
Londonderry árið 1972.

Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að skýrslan um Blóðuga sunnudaginn í Londonderry verði birt opinberlega 15. júní næstkomandi.

Í janúar árið 1972 hófu breskir hermenn skothríð á mótmælagöngu kaþólikka í bænum Londonderry á Norður-Írlandi.

Þrettán manns biðu bana og fimmtán særðust. Í fyrstu var því haldið fram að hermennirnir hefðu verið að svara skothríð kaþólikka.

Göngumenn héldu því hinsvegar fram að þeir hefðu  verið óvopnaðir. Eftir mikið japl og jaml og fuður var árið 1998 skipuð sérstök opinber rannsóknarnefnd.

Það er skýrsla hennar sem nú er tilbúin, sex árum á eftir áætlun. Kostnaðurinn er um 38 milljarðar (já milljarðar) króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×