Erlent

Hommum gefið frelsi

Mennirnir tveir voru dæmdir í fjórtán ára fangelsi fyrir kynhneigð sína.
Mennirnir tveir voru dæmdir í fjórtán ára fangelsi fyrir kynhneigð sína.

Tveimur samkynhneigðum karlmönnum frá Malaví hefur verið sleppt lausum eftir að hafa verið dæmdir í fjórtán ára fangelsi fyrir kynheigð sína. Málið vakti gríðarlega mikla athygli um allan heim og voru stjórnvöld í Malaví gagnrýnd harðlega fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum.

Mennirnir tveir, Steven Monjeza og Tiwonge Chimbalanga, voru látnir lausir eftir að framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-Moon kom í opinbera heimsókn til Malaví á dögunum. Þá var einnig tilkynnt að þeir hefðu verið náðaðir af því sem stjórnvöld í Malaví vilja meina að sé glæpur.

Harðlínuafstaða Malaví gagnvart samkynhneigðum er þó sú sama; mennirnir voru varaðir við því að ef þei létu ekki af hegðun sinni þá ættu þeir á hættu að vera handteknir og dæmdir á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×