Erlent

Olíuleikinn orðin mesta mengunarslys Bandaríkjanna

Olíuleikinn á Mexíkóflóa er orðinn að mesta mengunarslysi í sögu Bandaríkjanna. Þetta hefur BBC eftir Carol Browner, orkuráðgjafa Bandaríkjaforseta.

Eftir að tilraun olíufélagsins BP að stoppa lekann mistókst um helgina er talið að olía geti lekið úr holunni fram til ágúst í sumar. BP ætlar að reyna nýja aðferð til að stoppa lekann í þessari viku en getur ekki tryggt að sú tilraun muni heppnast.

Browner segir að meiri olía leki nú út í Mexíkóflóann en nokkurntíman áður í sögu Bandaríkjanna og er þetta slys þar með orðið verra en Exxon Valdez strandið við Alaska árið 1989.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×