Erlent

Fogh varar við niðurskurði til varnarmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen varar við niðurskurði til varnarmála.
Anders Fogh Rasmussen varar við niðurskurði til varnarmála.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varar aðildarríki bandalagsins við því að skera of mikið niður útgjöld til varnarmála.

Hann segist þó, í samtali við breska blaðið Times, gera sér grein fyrir því að aðildarríkin þurfi að hagræða í þessum málaflokki eins og öðrum. Það geti verið erfitt fyrir ríkisstjórnir að réttlæta það fyrir kjósendum að það eigi að skera niður í velferðarmálum, menntamálum og minnka eftirlaun en láta svo varnarmálin standa óhögguð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×