Erlent

Ástralir í mál við Japana

Japanar hafa verið stórtækir í vísindaveiðum sínum og eru gagnrýndir fyrir vikið.nordicphotos/afp
Japanar hafa verið stórtækir í vísindaveiðum sínum og eru gagnrýndir fyrir vikið.nordicphotos/afp

Áströlsk stjórnvöld undirbúa málsókn gegn Japan vegna hvalveiða þeirra í Suðurhöfum. Rökin fyrir málsókninni eru að veiðarnar gangi gegn alþjóðabanni við veiðum í atvinnuskyni en Japanar halda því fram að um vísindaveiðar sé að ræða. .

Þessi ákvörðun Ástrala er fram komin vegna hugmynda innan Alþjóða hvalveiðiráðsins um að leyfa atvinnuveiðar með ströngum skilyrðum, þvert á þá stefnu sem hefur verið tekin á undanförnum árum. Ástralir hyggjast leggja fram kæru sína fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag í næstu viku. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×