Erlent

Fyrsti hitabeltisstormur ársins herjar á Mið-Ameríku

Fyrsti hitabeltisstormur ársins herjar nú á íbúa Mið-Ameríku og hafa yfir áttatíu manns farist af völdum hans um helgina.

Stormurinn hefur hlotið nafnið Agatha en hann hefur nú náð að ströndum suðurhluta Mexíkó. Flestir þeirra sem farist hafa eru í Guatemala eða 63 talsins.

Samkvæmt frétt á Reuters hafa um 70 þúsund manns í Guatermala þurft að flýja heimili sín vegna Agöthu. Mikið úrhelli fylgir storminum, það mesta sem mælst hefur í Guatemala á síðustu 60 árum. Fólk hefur einnig farist í storminum í Honduras og El Salvador.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×