Erlent

Öflugur skjálfti í Suður Kyrrahafi

Skjálftinn reið yfir undan ströndum Vanúatú.
Skjálftinn reið yfir undan ströndum Vanúatú. MYND/AFP
Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Suður Kyrrahafi undir kvöld. Skjálftinn mældist 7,2 að stærð og var fljóðbylgjuviðvörun gefin út á Salómón eyjum, Vanúatú og í Nýju Kaledóníu. Viðvörunin var afturkölluð skömmu síðar.

Ekki er talið að skjálftinn hafi ollið manntjóni á eyjunum. Svæðið þar sem skjálftinn átti upptök sín er kallað Eldhringurinn og eru jarðskjálftar og eldgos tíð á svæðinu. Rúmlega helmingur allra eldfjalla á jörðinni, sem ná yfir sjávarmál, eru á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×