Erlent

Ísraelar ráðast á skipalest - 14 skipverjar fallnir

Herskip frá ísraleska flotanum hefur ráðist á eitt af þeim sex skipum sem er á leið til Gazasvæðisins með neyðaraðstoð handa íbúum þess. Ísraelska sjónvarpsstöðin Channel 10 segir að 14 manns hafi farist í árásinni.

Yfirvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt frétt á BBC er ekki vitað nákvæmlega hvar skipalestin var stödd þegar árásin var gerð. Skipin sigldu frá Kýpur í gær áleiðis til Gaza.

Áður en skipalestin hélt af stað höfðu Ísraelar sagt að hún yrði stöðvuð á hafi úti. Um borð í skipalestinni eru 10.000 tonn af matvælum, sjúkragögnum og annarri neyðaraðstoð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×