Fleiri fréttir Þrír farþegar slösuðust í ókyrrð yfir Atlantshafi Þotu frá United Airlines lenti í svo mikilli ókyrrð á Atlantshafi að þrír um borð slösuðust. Vélin var á leið frá London til Los Angeles og þurfti að lenda henni í Ottawa í Kanada til þess að koma hinum slösuðu undi læknishendur. Þeir sem slösuðust, einn úr áhöfn og tveir farþegar, brotnuðu meðal annars á fótum og á ökla. Vélin verður kyrrsett í Kanada og leitað að skemmdum. 25.5.2010 20:08 Blóðugir bardagar á Jamaica Tuttugu og sjö manns hafa fallið í bardögum milli lögreglumanna og liðsmanna eiturlyfjabarónsins Christiphers Coke á Jamaica. 25.5.2010 16:52 Stríð vofir yfir á Kóreuskaga Spenna milli Norður- og Suður-Kóreu hefur vaxið með hverjum deginum síðan alþjóðleg rannsóknarnefnd staðfesti að norðanmenn hefðu sökkt herskipi sunnanmanna í síðasta mánuði. 25.5.2010 16:02 Flaggskip Nelsons í flösku á Trafalgartorgi Risastór glerflaska með líkani af HMS Victory flaggskipi Nelsons í orrustunni við Trafalgar var afhjúpuð á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag. 25.5.2010 15:01 AGS mótmælt í Búkarest Þúsundir ellilífeyrisþega fóru út á götur Búkarest höfuðborgar Rúmeníu í dag til þess að mótmæla niðurskurði sem gerður er að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Niðurskurðurinn felur 25.5.2010 14:14 Mannskætt gullrán í Bagdad Fimmtán manns voru drepnir þegar vopnaðir ræningjar gerðu árás á gull- og skarpgripamarkað í Bagdad í dag. 25.5.2010 13:58 Hornið kom út um munninn Miðað við þessa mynd er það eins og spænski nautabaninn Julio Aparicio hafi upplifað dálítið kraftaverk. 25.5.2010 13:51 Stefnuræða í Lundúnum lokar á valdaafsal til Brussel Venju samkvæmt var það Elísabet drottning sem flutti stefnuræðu hinnar nýju ríkisstjórnar Bretlands. 25.5.2010 11:05 Hjálparskip stefna á Gaza ströndina Átta skip og bátar frá Írlandi, Grikklandi og Tyrklandi stefna nú á Gaza ströndina í Ísrael með hjálpargögn handa Palestínumönnum. 25.5.2010 10:00 Handtökuskipun á fyrrverandi forsætisráðherra Dómstóll í Thailandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 25.5.2010 09:41 Réðust til atlögu gegn eiturlyfjabaróninum Coke Lögregla og herlið í Jamaíka hafa ráðist til atlögu gegn eiturlyfjabaróninum Christopher Coke í Kingston, höfuðborg Jamaíka. 25.5.2010 08:22 Fleiri hermenn í Afganistan en í Írak Fleiri bandarískir hermenn eru nú í Afganistan en í Írak, í fyrsta skipti síðan að Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. 25.5.2010 08:16 Blair situr ekki aðgerðarlaus Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið sig sem ráðgjafa áhættufjárfestingafyrirtækisins Khosla, sem sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænni tækni. Fyrirtækið er starfrækt í Silicon Valley í Kaliforníu. 25.5.2010 08:08 Um 40 handteknir vegna óeirða á Amager Danska lögreglan handtók um 40 ungmenni sem voru með hávaða og uppsteyt á Amager í Kaupmannahöfn í gærkvöld. 25.5.2010 08:02 Suður-Kórea hótar hörðum refsingum Stöðvun allra viðskipta við Suður-Kóreu verður væntanlega þungur skellur fyrir íbúa Norður-Kóreu, því næst á eftir Kína eiga Norður-Kóreumenn mest viðskipti við nágranna sína í Suður-Kóreu.f 25.5.2010 03:00 Vilja slaka mjög á reglunum Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, gagnrýna evrópsk flugmálastjórnvöld harðlega fyrir það hve strangar reglur gilda um flug þegar aska frá eldgosum er í loftinu. 25.5.2010 02:00 Ekki á að nota kúst eða ryksugu Þegar sparperur brotna er hætt við kvikasilfursmiti, að því er fram kemur í umfjöllun TV2 í Danmörku. Umhverfisráðuneyti Dana stendur nú fyrir vitundarvakningu um málið. Á vef Landlæknis kemur fram að kvikasilfur í of miklu magni geti haft „skaðvænleg áhrif á vefi líkamans“. 25.5.2010 02:00 Húðflúrin komu upp heimskan innbrotsþjóf Lögreglan í Bandaríkjunum var ekki lengi að handsama hinn tvítuga Anthony Brandon Gonzales fyrir innbrot í Colorado en hann braust inn á heimili Elvis-eftirhermu og stal þaðan verðmætum. 24.5.2010 23:45 Facebook-forstjóri játar mistök Hinn tuttugu og sex ára gamli Mark Zuckerberg, sem er forstjóri Facebook, skrifaði dálk í Washington Post á dögunum þar sem hann sagði að að uppsetningin á öryggismálum Facebook, sem snýr að notendum, hafi beinlínis verið of flókin. 24.5.2010 23:00 Klippti á naflastrenginn og fingurgóminn með Bresk ljósmóðir varð fyrir því óhappi á dögunum að klippa framan af fingurgómi nýfædds barns þegar hún ætlaði að klippa á naflastrenginn. Samkvæmt bresku fréttstofunni SKY þá tók fæðingin fjórar klukkustundir. 24.5.2010 22:00 Minnsta kosti 15 látnir eftir flóð í Póllandi Að minnsta kosti 15 manns eru látnir eftir mikil flóð í Póllandi undanfarna daga 24.5.2010 18:48 Ástralar reka Ísraelskan diplótama úr landi Ástralska ríkisstjórnin hefur rekið ísraelskan diplómat úr landi vegna ásakanna um að ríkisstjórn Ísraels hafi falsað ástralskt vegabréf. Vegabréfið var falsað í þeim tilgangi að koma morðingjunum, sem myrtu leiðtoga Hamas samtakanna í Dubai fyrr á árinu, inn í landið. 24.5.2010 16:50 Höfrungar þekkja sig í spegli Hvalir og höfrungar ættu að njóta „mannréttinda“ til lífs og frelsis vegna þess að allar vísbendingar benda til þess að þeir séu mjög greindir, segir hópur náttúruverndasinna og sérfræðingar í siðfræði, lögum og siðfræði. Samkvæmt rökum þeirra er óverjandi að veiða hvali til matar eða geyma þá í sædýrasöfnum. 24.5.2010 08:00 Tólf fórust í flóðum í Póllandi Að minnsta kosti 12 hafa farist í miklum flóðum í Póllandi um helgina. Um 20 þúsund Pólverjar hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna og þá er rafmagnslaust víða. Í kjölfar mikillar úrkomu flæddu árnar Vistula, Odra og Warta yfir bakka sína. 24.5.2010 07:15 Synti í jökullóni á Everest Breskur maður sem berst fyrir umhverfismálum varð í gær fyrstur manna til að synda í jökullóni á Everest fjalli. Hinn fertugi Lewis Gordon Pugh synti einn kílómeter yfir Pumori vatnið sem er í 17.400 feta hæð. 23.5.2010 22:45 Suður-Kóreumenn undirbúa viðbrögð Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, og ráðamenn í Seúl undirbúa nú viðbrögð við árás Norður-Kóreu á herskip sunnanmanna í lok mars. Forsetinn hyggst leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart nágrönnum sínum í norðri. 23.5.2010 21:15 Flugliðar rétta fram sáttahönd Verkfalli flugliða hjá British Airways verður aflýst ef flugmiðafríðindum starfsmanna verður aftur komið á. Þetta sagði verkalýðsforkólfurinn Tony Woodley eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum milli deiluaðila í dag. Fimm daga verkfall er boðað frá miðnætti í kvöld. 23.5.2010 18:58 Fergie sögð miður sín og full iðrunar Sarah Ferguson, hertogaynja af York, er sögð miður sín og full iðrunar eftir upp komst um tilraun hennar til að selja aðgang að Andrew Bretaprins, fyrrverandi eiginmanni hennar. 23.5.2010 15:22 Stefnir í fimm daga verkfall hjá British Airways Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum á milli samningsaðila yfirmanna British Airways og flugliða fyrirtækisins. Allt stefnir því í að boðað fimm daga verkfall flugliða hefjist á miðnætti. 23.5.2010 14:30 Mannskæð slys í Kína 32 létust í Kína í dag þegar flutningabíll á röngum vegarhelmingi lenti framan á rútu í Liaoning héraði. Mikill eldur braust út við áreksturinn. Alls létust 29 farþegar rútunnar, en tuttugu og fjórir eru slasaðir, þar af þrír alvarlega. Þeir þrír sem voru í flutningabílnum létust einnig í slysinu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en rútan var á leið frá Tianjin borg skammt frá Peking til Harbin í Helongjiang héraði. 23.5.2010 14:07 Prinsinn vissi ekki af samkomulagi Fergie Enn eitt hneykslið skekur nú bresku krúnuna eftir að Sarah Ferguson var gómuð af rannsóknarblaðamanni þar sem hún krafðist rúmlega 90 milljóna króna fyrir að koma honum í samband við Andrew prins, fyrrverandi eiginmann sinn. 23.5.2010 13:19 Lögreglumaður verðlaunaður fyrir að skrá fljúgandi furðuhluti Breskur lögreglumaður hefur unnið alþjóðleg verðlaun fyrir skráningu á fljúgandi furðuhlutum sem lögreglumenn verða vitni að. Gary Heseltine tók við verðlaununum í Washington fyrir vefsíðu sína prufospolicedatabase, sem hann setti á laggirnar árið 2002. 23.5.2010 13:11 Kosið í Eþíópíu Gengið verður til kosninga í Eþíópíu í dag í fyrsta sinn síðan 2005, en síðustu kosningar enduðu með blóðsúthellingum. Kosningarnar hafa farið friðsamlega fram það sem af er degi. 23.5.2010 13:01 Ryanair fer fram á skaðabætur vegna eldgossins Ryanair mun fara fram á skaðabætur vegna truflana sem félagið varð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 23.5.2010 12:05 Þjóðarleiðtogar senda samúðarkveðjur Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafa sent indversku þjóðinni samúðarkveðjur vegna flugslyssins á Indlandi í gær þar sem 158 manns létust. Rannsókn á slysinu er hafin, en flugritar flugvélarinnar virðast ekki enn komnir í leitirnar öfugt við það sem haldið var fram í gær. 23.5.2010 10:16 Hneyksli skekur bresku krúnuna Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, var gómuð af rannsóknarblaðamanni þar sem hún krafðist rúmlega 90 milljóna króna fyrir að koma honum í samband við Andrew prins, fyrrverandi eiginmann sinn. 23.5.2010 10:11 Gerðu áhlaup á bækistöð bandaríska hersins í Kandahar Afganskir uppreisnarmenn úr röðum talibana gerðu áhlaup á flugvöllinn í Kandahar seint í gærkvöld. Flugvöllurinn er aðalbækistöð bandaríska hersins og bandamanna þeirra í suðurhluta Afganistan. Að sögn vitna ómuðu skothvellir og sprengingar um flugvöllinn í um tvær klukkustundir, en talsmaður herliðsins segir tiltölulega fáa hafa slasast í árásunum. Enn liggur ekkert fyrir um mannfall. 23.5.2010 09:59 Móti viðbragðsáætlun vegna olíuleka Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að tryggja verði að slys eins og það sem varð á Mexíkóflóa fyrir um mánuði síðan endurtaki sig ekki. Það var 20. apríl síðastliðinn sem stór olíuborpallur BP sökk í flóanum með þeim afleiðingum að olía lekur nú í hafið. Um 800 þúsund lítrar af olíu streyma út í hafið úr borholunni á degi hverjum að sögn BP en sérfræðingar telja að magnið sé mun meira. 22.5.2010 23:00 Fimm vitorðsmenn handteknir í Pakistan Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí þegar sprengju var komið fyrir í jeppa á Times Square. Tveimur dögum síðar var maður handtekinn á JFK flugvellinum á leið til Dubai. Maðurinn sem heitir Faisal Shahzad fæddist í Pakistan en hann fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2007. 22.5.2010 22:00 Flugritarnir fundnir Boeing farþegaflugvél indverska flugfélagsins Air India Express sem fórst við lendingu á flugvellinum í Mangalore í morgun, lenti allt of innarlega á flugbrautinni og skautaði fram af henni niður bratta hlíð þar sem hún brotnaði í sundur í þykku skóglendi. Eldur braust út í brakinu. Flugvöllurinn þykir með þeim erfiðari að lenda á þar sem hann stendur á hæð með brattar hlíðar við báða flugbrautarenda. 22.5.2010 17:04 Pabbastelpa hneykslar presta Viktoría, krónprinsessa Svía, er harðlega gagnrýnd af sænskum prestum þessa dagana. Ástæðan er sú að hún hefur ákveðið að faðir hennar, Karl Gústav konungur, skuli fylgja henni inn kirkjugólfið þegar að hún giftir sig í sumar. 22.5.2010 10:44 Þrettán ára á Everest Þrettán ára gamall drengur frá Bandaríkjunum er yngsta manneskja til að komast á topp Mount Everst fjallsins, að því er fjölskylda hans segir í viðtali við breska ríkisútvarpið. 22.5.2010 10:01 Mannskætt flugslys í Indlandi - átta komust lífs af Átta manns lifðu af og 159 fórust í flugslysi á Indlandi í morgun, þegar farþegaþota hrapaði við borgina Mangalore í suðvesturhluta landsins. Margir hinna átta sem lifðu af slysið eru mikið slasaðir en nokkrir þeirra voru þó með fulla meðvitund og gátu gefið lýsingu á því sem gerðist. 22.5.2010 09:14 Reiðin vex með degi hverjum Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist. 22.5.2010 00:45 Ráðist að rótum talibana Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn. 22.5.2010 00:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þrír farþegar slösuðust í ókyrrð yfir Atlantshafi Þotu frá United Airlines lenti í svo mikilli ókyrrð á Atlantshafi að þrír um borð slösuðust. Vélin var á leið frá London til Los Angeles og þurfti að lenda henni í Ottawa í Kanada til þess að koma hinum slösuðu undi læknishendur. Þeir sem slösuðust, einn úr áhöfn og tveir farþegar, brotnuðu meðal annars á fótum og á ökla. Vélin verður kyrrsett í Kanada og leitað að skemmdum. 25.5.2010 20:08
Blóðugir bardagar á Jamaica Tuttugu og sjö manns hafa fallið í bardögum milli lögreglumanna og liðsmanna eiturlyfjabarónsins Christiphers Coke á Jamaica. 25.5.2010 16:52
Stríð vofir yfir á Kóreuskaga Spenna milli Norður- og Suður-Kóreu hefur vaxið með hverjum deginum síðan alþjóðleg rannsóknarnefnd staðfesti að norðanmenn hefðu sökkt herskipi sunnanmanna í síðasta mánuði. 25.5.2010 16:02
Flaggskip Nelsons í flösku á Trafalgartorgi Risastór glerflaska með líkani af HMS Victory flaggskipi Nelsons í orrustunni við Trafalgar var afhjúpuð á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag. 25.5.2010 15:01
AGS mótmælt í Búkarest Þúsundir ellilífeyrisþega fóru út á götur Búkarest höfuðborgar Rúmeníu í dag til þess að mótmæla niðurskurði sem gerður er að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Niðurskurðurinn felur 25.5.2010 14:14
Mannskætt gullrán í Bagdad Fimmtán manns voru drepnir þegar vopnaðir ræningjar gerðu árás á gull- og skarpgripamarkað í Bagdad í dag. 25.5.2010 13:58
Hornið kom út um munninn Miðað við þessa mynd er það eins og spænski nautabaninn Julio Aparicio hafi upplifað dálítið kraftaverk. 25.5.2010 13:51
Stefnuræða í Lundúnum lokar á valdaafsal til Brussel Venju samkvæmt var það Elísabet drottning sem flutti stefnuræðu hinnar nýju ríkisstjórnar Bretlands. 25.5.2010 11:05
Hjálparskip stefna á Gaza ströndina Átta skip og bátar frá Írlandi, Grikklandi og Tyrklandi stefna nú á Gaza ströndina í Ísrael með hjálpargögn handa Palestínumönnum. 25.5.2010 10:00
Handtökuskipun á fyrrverandi forsætisráðherra Dómstóll í Thailandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 25.5.2010 09:41
Réðust til atlögu gegn eiturlyfjabaróninum Coke Lögregla og herlið í Jamaíka hafa ráðist til atlögu gegn eiturlyfjabaróninum Christopher Coke í Kingston, höfuðborg Jamaíka. 25.5.2010 08:22
Fleiri hermenn í Afganistan en í Írak Fleiri bandarískir hermenn eru nú í Afganistan en í Írak, í fyrsta skipti síðan að Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. 25.5.2010 08:16
Blair situr ekki aðgerðarlaus Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið sig sem ráðgjafa áhættufjárfestingafyrirtækisins Khosla, sem sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænni tækni. Fyrirtækið er starfrækt í Silicon Valley í Kaliforníu. 25.5.2010 08:08
Um 40 handteknir vegna óeirða á Amager Danska lögreglan handtók um 40 ungmenni sem voru með hávaða og uppsteyt á Amager í Kaupmannahöfn í gærkvöld. 25.5.2010 08:02
Suður-Kórea hótar hörðum refsingum Stöðvun allra viðskipta við Suður-Kóreu verður væntanlega þungur skellur fyrir íbúa Norður-Kóreu, því næst á eftir Kína eiga Norður-Kóreumenn mest viðskipti við nágranna sína í Suður-Kóreu.f 25.5.2010 03:00
Vilja slaka mjög á reglunum Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, gagnrýna evrópsk flugmálastjórnvöld harðlega fyrir það hve strangar reglur gilda um flug þegar aska frá eldgosum er í loftinu. 25.5.2010 02:00
Ekki á að nota kúst eða ryksugu Þegar sparperur brotna er hætt við kvikasilfursmiti, að því er fram kemur í umfjöllun TV2 í Danmörku. Umhverfisráðuneyti Dana stendur nú fyrir vitundarvakningu um málið. Á vef Landlæknis kemur fram að kvikasilfur í of miklu magni geti haft „skaðvænleg áhrif á vefi líkamans“. 25.5.2010 02:00
Húðflúrin komu upp heimskan innbrotsþjóf Lögreglan í Bandaríkjunum var ekki lengi að handsama hinn tvítuga Anthony Brandon Gonzales fyrir innbrot í Colorado en hann braust inn á heimili Elvis-eftirhermu og stal þaðan verðmætum. 24.5.2010 23:45
Facebook-forstjóri játar mistök Hinn tuttugu og sex ára gamli Mark Zuckerberg, sem er forstjóri Facebook, skrifaði dálk í Washington Post á dögunum þar sem hann sagði að að uppsetningin á öryggismálum Facebook, sem snýr að notendum, hafi beinlínis verið of flókin. 24.5.2010 23:00
Klippti á naflastrenginn og fingurgóminn með Bresk ljósmóðir varð fyrir því óhappi á dögunum að klippa framan af fingurgómi nýfædds barns þegar hún ætlaði að klippa á naflastrenginn. Samkvæmt bresku fréttstofunni SKY þá tók fæðingin fjórar klukkustundir. 24.5.2010 22:00
Minnsta kosti 15 látnir eftir flóð í Póllandi Að minnsta kosti 15 manns eru látnir eftir mikil flóð í Póllandi undanfarna daga 24.5.2010 18:48
Ástralar reka Ísraelskan diplótama úr landi Ástralska ríkisstjórnin hefur rekið ísraelskan diplómat úr landi vegna ásakanna um að ríkisstjórn Ísraels hafi falsað ástralskt vegabréf. Vegabréfið var falsað í þeim tilgangi að koma morðingjunum, sem myrtu leiðtoga Hamas samtakanna í Dubai fyrr á árinu, inn í landið. 24.5.2010 16:50
Höfrungar þekkja sig í spegli Hvalir og höfrungar ættu að njóta „mannréttinda“ til lífs og frelsis vegna þess að allar vísbendingar benda til þess að þeir séu mjög greindir, segir hópur náttúruverndasinna og sérfræðingar í siðfræði, lögum og siðfræði. Samkvæmt rökum þeirra er óverjandi að veiða hvali til matar eða geyma þá í sædýrasöfnum. 24.5.2010 08:00
Tólf fórust í flóðum í Póllandi Að minnsta kosti 12 hafa farist í miklum flóðum í Póllandi um helgina. Um 20 þúsund Pólverjar hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna og þá er rafmagnslaust víða. Í kjölfar mikillar úrkomu flæddu árnar Vistula, Odra og Warta yfir bakka sína. 24.5.2010 07:15
Synti í jökullóni á Everest Breskur maður sem berst fyrir umhverfismálum varð í gær fyrstur manna til að synda í jökullóni á Everest fjalli. Hinn fertugi Lewis Gordon Pugh synti einn kílómeter yfir Pumori vatnið sem er í 17.400 feta hæð. 23.5.2010 22:45
Suður-Kóreumenn undirbúa viðbrögð Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, og ráðamenn í Seúl undirbúa nú viðbrögð við árás Norður-Kóreu á herskip sunnanmanna í lok mars. Forsetinn hyggst leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart nágrönnum sínum í norðri. 23.5.2010 21:15
Flugliðar rétta fram sáttahönd Verkfalli flugliða hjá British Airways verður aflýst ef flugmiðafríðindum starfsmanna verður aftur komið á. Þetta sagði verkalýðsforkólfurinn Tony Woodley eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum milli deiluaðila í dag. Fimm daga verkfall er boðað frá miðnætti í kvöld. 23.5.2010 18:58
Fergie sögð miður sín og full iðrunar Sarah Ferguson, hertogaynja af York, er sögð miður sín og full iðrunar eftir upp komst um tilraun hennar til að selja aðgang að Andrew Bretaprins, fyrrverandi eiginmanni hennar. 23.5.2010 15:22
Stefnir í fimm daga verkfall hjá British Airways Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum á milli samningsaðila yfirmanna British Airways og flugliða fyrirtækisins. Allt stefnir því í að boðað fimm daga verkfall flugliða hefjist á miðnætti. 23.5.2010 14:30
Mannskæð slys í Kína 32 létust í Kína í dag þegar flutningabíll á röngum vegarhelmingi lenti framan á rútu í Liaoning héraði. Mikill eldur braust út við áreksturinn. Alls létust 29 farþegar rútunnar, en tuttugu og fjórir eru slasaðir, þar af þrír alvarlega. Þeir þrír sem voru í flutningabílnum létust einnig í slysinu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en rútan var á leið frá Tianjin borg skammt frá Peking til Harbin í Helongjiang héraði. 23.5.2010 14:07
Prinsinn vissi ekki af samkomulagi Fergie Enn eitt hneykslið skekur nú bresku krúnuna eftir að Sarah Ferguson var gómuð af rannsóknarblaðamanni þar sem hún krafðist rúmlega 90 milljóna króna fyrir að koma honum í samband við Andrew prins, fyrrverandi eiginmann sinn. 23.5.2010 13:19
Lögreglumaður verðlaunaður fyrir að skrá fljúgandi furðuhluti Breskur lögreglumaður hefur unnið alþjóðleg verðlaun fyrir skráningu á fljúgandi furðuhlutum sem lögreglumenn verða vitni að. Gary Heseltine tók við verðlaununum í Washington fyrir vefsíðu sína prufospolicedatabase, sem hann setti á laggirnar árið 2002. 23.5.2010 13:11
Kosið í Eþíópíu Gengið verður til kosninga í Eþíópíu í dag í fyrsta sinn síðan 2005, en síðustu kosningar enduðu með blóðsúthellingum. Kosningarnar hafa farið friðsamlega fram það sem af er degi. 23.5.2010 13:01
Ryanair fer fram á skaðabætur vegna eldgossins Ryanair mun fara fram á skaðabætur vegna truflana sem félagið varð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 23.5.2010 12:05
Þjóðarleiðtogar senda samúðarkveðjur Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafa sent indversku þjóðinni samúðarkveðjur vegna flugslyssins á Indlandi í gær þar sem 158 manns létust. Rannsókn á slysinu er hafin, en flugritar flugvélarinnar virðast ekki enn komnir í leitirnar öfugt við það sem haldið var fram í gær. 23.5.2010 10:16
Hneyksli skekur bresku krúnuna Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, var gómuð af rannsóknarblaðamanni þar sem hún krafðist rúmlega 90 milljóna króna fyrir að koma honum í samband við Andrew prins, fyrrverandi eiginmann sinn. 23.5.2010 10:11
Gerðu áhlaup á bækistöð bandaríska hersins í Kandahar Afganskir uppreisnarmenn úr röðum talibana gerðu áhlaup á flugvöllinn í Kandahar seint í gærkvöld. Flugvöllurinn er aðalbækistöð bandaríska hersins og bandamanna þeirra í suðurhluta Afganistan. Að sögn vitna ómuðu skothvellir og sprengingar um flugvöllinn í um tvær klukkustundir, en talsmaður herliðsins segir tiltölulega fáa hafa slasast í árásunum. Enn liggur ekkert fyrir um mannfall. 23.5.2010 09:59
Móti viðbragðsáætlun vegna olíuleka Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að tryggja verði að slys eins og það sem varð á Mexíkóflóa fyrir um mánuði síðan endurtaki sig ekki. Það var 20. apríl síðastliðinn sem stór olíuborpallur BP sökk í flóanum með þeim afleiðingum að olía lekur nú í hafið. Um 800 þúsund lítrar af olíu streyma út í hafið úr borholunni á degi hverjum að sögn BP en sérfræðingar telja að magnið sé mun meira. 22.5.2010 23:00
Fimm vitorðsmenn handteknir í Pakistan Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí þegar sprengju var komið fyrir í jeppa á Times Square. Tveimur dögum síðar var maður handtekinn á JFK flugvellinum á leið til Dubai. Maðurinn sem heitir Faisal Shahzad fæddist í Pakistan en hann fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2007. 22.5.2010 22:00
Flugritarnir fundnir Boeing farþegaflugvél indverska flugfélagsins Air India Express sem fórst við lendingu á flugvellinum í Mangalore í morgun, lenti allt of innarlega á flugbrautinni og skautaði fram af henni niður bratta hlíð þar sem hún brotnaði í sundur í þykku skóglendi. Eldur braust út í brakinu. Flugvöllurinn þykir með þeim erfiðari að lenda á þar sem hann stendur á hæð með brattar hlíðar við báða flugbrautarenda. 22.5.2010 17:04
Pabbastelpa hneykslar presta Viktoría, krónprinsessa Svía, er harðlega gagnrýnd af sænskum prestum þessa dagana. Ástæðan er sú að hún hefur ákveðið að faðir hennar, Karl Gústav konungur, skuli fylgja henni inn kirkjugólfið þegar að hún giftir sig í sumar. 22.5.2010 10:44
Þrettán ára á Everest Þrettán ára gamall drengur frá Bandaríkjunum er yngsta manneskja til að komast á topp Mount Everst fjallsins, að því er fjölskylda hans segir í viðtali við breska ríkisútvarpið. 22.5.2010 10:01
Mannskætt flugslys í Indlandi - átta komust lífs af Átta manns lifðu af og 159 fórust í flugslysi á Indlandi í morgun, þegar farþegaþota hrapaði við borgina Mangalore í suðvesturhluta landsins. Margir hinna átta sem lifðu af slysið eru mikið slasaðir en nokkrir þeirra voru þó með fulla meðvitund og gátu gefið lýsingu á því sem gerðist. 22.5.2010 09:14
Reiðin vex með degi hverjum Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist. 22.5.2010 00:45
Ráðist að rótum talibana Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn. 22.5.2010 00:30