Erlent

Reynt að stöðva lekann í Mexíkóflóa

MYND/AP

Breska olíufélagið BP hóf í kvöld umfangsmikla tilraun til þess að stöðva lekann úr borholu félagsins í Mexíkóflóa. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt tilraunina en hún felst í því að dæla drullu ofan í borholuna til þess að draga úr útstreyminu og steypa síðan upp í gatið. Aðferðin er vel þekkt en hún hefur þó aldrei verið reynd á viðlíka dýpi og þarna er um að ræða.

Á fréttavef BBC er haft eftir yfirmönnum BP að nokkrir dagar muni líða áður en ljóst verði hvort tilraunin heppnist. Forstjóri BP Tony Hayward, segir að líkurnar á því að þetta takist séu á bilinu 60 til 70 prósent. Talið er að um 27 milljónir lítra af olíu hafi nú þegar streymt úr borholunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×