Fleiri fréttir Styttist í nýjan vopnasamning Sergei Lavrov, utanríkismálaráðherra Rússlands, segir að nýr kjarnorkuafvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands verði líklega að veruleika síðar í mánuðinum. 13.1.2010 03:30 Stór jarðskjálfti skók Haíti Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strönd Haíti í kvöld. Associated Press fréttastofan hefur eftir vitnum í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti að nokkrar byggingar, þar með talið spítali, hafi hrunið og að fólk væri hjálparþurfi. 12.1.2010 23:05 Sænskir morðingjar leika lausum hala á Netinu Morðingjar í sænskum fangelsum hafa frjálsan aðgang að Interneti úr fangelsisklefum sínum. Maður sem dæmdur hafði verið fyrir tvö morð skrifaði bloggfærslu um fyrirhugað sjálfsmorð sitt. Blaðið segir að sjálfsmorðið hafi gert marga Svía hugsi yfir því hvernig fangelsismálum er háttað í landinun, einkum hvernig aðgangur þeirra að tölvum er. 12.1.2010 21:45 Samtök íslamista bönnuð í Bretlandi Samtök íslamista í Bretlandi verða bönnuð með lögum þegar ný lagasetning þar í landi tekur gildi. Á meðal samtaka sem verða bönnuð eru Islam4UK og al-Muhajiron en með lögunum verður bannað að upphefja hryðjuverk með einum eða öðrum hætti. 12.1.2010 14:09 Foreldrar Maddýar viðstaddir réttarhöld í Portúgal Foreldrar bresku telpunnar Madeleine McCann eru nú komnir til Portúgals tið að vera viðstaddir réttarhöld vegna bókar sem skrifuð var um hvarf dóttur þeirra. Höfundurinn er lögregluforinginn Goncalo Amaral sem í upphafi stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine. 12.1.2010 13:34 Pabbi loftbelgsstráksins í grjótið Faðir loftbelgsstráksins svokallaða í Bandaríkjunum hóf í dag að afplána níutíu daga fangelsisdóm fyrir að villa um fyrir yfirvöldum. Það vakti heimsathygli síðastliðið sumar þegar lögreglan eltist í tvær klukkustundir við heimasmíðaðan loftbelg sem foreldrarnir sögðu að hinn sex ára gamli Falcon Heeney hefði skriðið inn í. 12.1.2010 13:32 Herða refsingar yfir unglingum Unglingar í Danmörku fá í dag sjálfkrafa það sem kallað er afsláttur í dómskerfinu. Afbrotamenn undir átján ára aldri geta þannig fengið mest átta ára fangelsisdóm, sama hvert brotið er. 12.1.2010 13:00 Sala á marijúana leyfð í New Jersey New Jersey-fylki í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem heimila sölu á marijúana í lækningaskyni og er búist við að ríkisstjóri fylkisins staðfesti lög þess efnis í dag. Frá þessu er greint í New York Times í dag. 12.1.2010 12:40 Byssuskortur hjá breskum bófum Breska lögreglan hefur gengið svo hart fram við að gera upptæk ólögleg skotvopn að glæpagengi eru nú farin að deila með sér byssum. Jafnvel gengi sem eiga í innbyrðis átökum. 12.1.2010 08:40 Dularfullur gasleki Tveir slökkviliðsbílar með fimmtán slökkviliðsmönnum voru snarlega sendir á vettvang þegar mikinn gasfnyk lagði yfir bæinn Axedale í Ástralíu. 12.1.2010 08:28 Saab úr sögunni Saab hefur verið rekið með tapi í öll þau tíu ár sem verksmiðjurnar hafa verið í eigu General Motors. Fjármálakreppan varð svo til þess að endanlega var ákveðið að loka þeim, nema bærist tilboð sem teldist skárri kostur. 12.1.2010 08:24 Konan sem faldi Önnu Frank er látin Í tvö ár tók Miep Gies þátt í því ásamt öðrum að fela Frank fjölskylduna fyrir nazistum og færa henni mat, bækur og fréttir af því sem var að gerast í umheiminum. 12.1.2010 08:18 Einhleypum körlum fjölgar hratt í Kína Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska 12.1.2010 06:00 Samkynhneigð ósátt við bann Í San Francisco eru hafin fyrstu réttarhöldin í sögu Bandaríkjanna um það hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. 12.1.2010 05:00 Ekki þrælar heldur launafólk Nýfundnar grafir í Egyptalandi, meira en fjögur þúsund ára gamlar, þykja sýna fram á að píramídarnir hafi ekki verið byggðir af þrælum heldur launafólki. 12.1.2010 04:00 Ungmenni geti fengið hámarksrefsingu Dómsmálaráðherrann í Danmörku vill afnema alla refsilækkun vegna ungs aldurs. Í dag fá ungmenni undir 18 ára aldri lengst átta ára fangelsisdóma. Þetta kemur fram í Jyllands-Posten 11.1.2010 22:16 Segja Avatar byggja á kynþáttahyggju Hin vinsæla kvikmynd James Cameron, Avatar, er sögð fela í sér kynþáttahyggju. Þetta segir í frétt á vef Daily Telegraph. Gagnrýnendur segja að í boðskap sögunnar megi lesa að litaðir menn séu frumstæðir og ófærir um að bjarga sjálfum sér. Telegraph segir að þessa gagnrýni sé að finna í hundruðum bloggfærslna, YouTube myndskeiða og Twitter færslna. 11.1.2010 20:29 Palin ráðin til starfa á Fox fréttastofunni Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaframbjóðandi, hefur ráðið sig til starfa hjá Fox fréttastofunni, að því er BBC greinir frá. 11.1.2010 21:09 Tveir handteknir í Angóla Yfirvöld í Angóla hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa gert skotárás á rútu fótboltalandsliðs Tógó en þrír létust í árásinni. Mennirnir voru handteknir í Cabinda héraði þar sem árásin var gerð á föstudaginn var. Árásin hefur varpað skugga á Afríkukeppnina sem nú stendur yfir og hefur landslið Tógó dregið sig út úr keppninni og þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Aðskilnaðarsamtök í Cabinda héraði hafa lýst árásinni á hendur sér. 11.1.2010 13:39 Svínaflensufárið hneyksli aldarinnar Evrópuráðið hefur boðað til neyðarfundar síðar í þessum mánuði til þess að ræða um ferli svínaflensunnar og hvernig staðið var að vörnum gegn henni. 11.1.2010 10:50 Bandarísk áætlun um loftárásir á Íran Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum hefur staðfest að gerð hafi verið áætlun um loftárásir á Íran til þess að binda enda á kjarnorkuáætlun þarlendra. 11.1.2010 09:16 Upplýsingar um brjóstahaldara átak gegn brjóstakrabbameini Það hefur vakið athygli undanfarið að konur skrifi liti eins og rauður eða svartur, í svokallaða „statusa“ á samskiptavefnum Facebook. Margir hafa klórað sér í kollinum vegna uppátækisins, aðallega karlmenn þó, því litirnir sem konurnar skrifa tákna lit brjóstahaldarans sem þær eru klæddar í. Nú hefur komið í ljós að uppátækið er runnið undan rifjum grasrótahóps sem vill vekja athygli á brjóstakrabbameini. 10.1.2010 00:00 Furðulegir snjóboltar birtust á akri í Bretlandi Veturinn í Bretlandi hefur verið óvanalega harður í ár en honum fylgja líka skemmtilegar, jafnvel sérkennilega stundir. 9.1.2010 23:00 Grunaður hryðjuverkamaður reyndist kossakrimmi Lögreglan í New York hafði loks hendur í hári kossakrimma sem fór inn fyrir öryggisvæði án leyfi á flugvelli í Newark í Bandaríkjunum. Lögreglan þar í borg leitaði að manninum af mikilli ákefð og fann loksins. 9.1.2010 17:42 Þóttist vera breskur lögreglumaður í þrjú ár Bretinn, Stuart Howatson, var dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að þykjast vera lögreglumaður í Bretlandi í þrjú ár. Stuart, sem er 31 árs gamall, óf sinn blekkingarvef svo vel að jafnvel eiginkonan hans vissi ekki betur en að hún væri gift stálheiðarlegum lögreglumanni. 9.1.2010 21:00 Þrír menn handteknir á Heathrow grunaðir um hryðjuverk Bresk sérsveit handtók þrjá menn í flugvél á Heatrow flugvellinum í gærkvöldi en þeir er grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk samkvæmt breska blaðinu The Daily Mail. 9.1.2010 11:28 Samkynhneigðir fagna því að mega ganga í hjónaband Þjóðþingið í Portúgal samþykkti í gær með 125 atkvæðum gegn 99 lagabreytingu sem heimilar samkynhneigðum íbúum þessa kaþólska lands að ganga í hjónaband. 9.1.2010 06:30 Mannræninginn Priklopil átti sér engan vitorðsmann Austurríski mannræninginn Wolfgang Priklopil, sem hélt stúlkunni Natöschu Kampusch í prísund á heimili sínu í tæp níu ár, stóð einn að verki. 9.1.2010 06:00 Óeirðir geisa vegna skotárásar Hundruð innflytjenda, sem flestir eru af afrískum uppruna, hafa undanfarna daga staðið fyrir óeirðum í bænum Rosarno á Suður-Ítalíu. Ástæða óeirðanna er skotárás óþekkts manns þar sem tveir innflytjendur særðust. Kveikjan að árásinni er kynþáttahatur, að sögn innflytjendanna. 9.1.2010 04:45 Sjö kirkjugestir myrtir Sjö manns létu lífið þegar þrír vopnaðir menn gerðu í fyrrinótt árás á koptíska kirkju í bænum Nag Hammadí í Egyptalandi. 9.1.2010 04:15 Dregið um aðgang að Blair Bretland Mikill áhugi er hjá almenningi í Bretlandi á yfirheyrslu yfir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, sem verður í lok þessa eða byrjun næsta mánaðar. 9.1.2010 04:15 Þrjár milljónir án atvinnu á evrusvæðinu Tíu prósent atvinnuleysi mældist á evrusvæðinu í nóvember í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birti í gær. 9.1.2010 04:00 Harka í hvalastríði Hvalavinir á vegum samtakanna Sea Shepherd yfirgáfu skip sitt, Ady Gil, skömmu áður en það sökk í gær við Suðurskautslandið. Skipið hafði lent í árekstri við japanskt hvalveiðiskip á miðvikudag. 9.1.2010 04:00 Hjónabönd samkynhneigðra leyfð í Portúgal Portúgalska þingið samþykkti í dag lög sem heimila samkynhneigðum að giftast. Þingið hafnaði aftur á móti tillögu um að samkynhneigðir mættu ættleiða. Jose Socrates, forsætisráðherra, sagði að um réttlætismál væri að ræða og breytingin væri hluti af nútímavæðingu Portúgals. 8.1.2010 23:09 Nærbuxnasprengjumaðurinn neitar sök Nígeríumaðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit um jólin neitaði sök fyrir alríkisdómstól í Detroit í dag. 8.1.2010 22:22 Hraðbátur Sea Sheperd er sokkinn Hraðbátur Sea Sheperd samtakanna sem lenti í árekstri við eftirlitsskip á vegum japanskra hvalveiðimanna á dögunum er sokkinn. Báturinn, sem er mjög hraðskreiður og vel tækjum búinn var í togi á leið til hafnar þar sem gera átti við hann þegar línan slitnaði og báturinn sökk niður á hafsbotn. 8.1.2010 09:00 Ekkert lát á frosthörkum í Evrópu Frosthörkur halda áfram að angra menn í Evrópu.Í gærkvöldiurðu tafir á flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi, Írlandi og í Hollandi. Þá festist lest í Ermarsundsgöngunum í tvo klukkutíma og þurfti að aflýsa ferðum fjögurra annara lesta sem áttu að fara um göngin. Í gær fór frostið í Þýskalandi víða niður fyrir tíu gráður og eru saltbirgðir margra sveitarfélaga því sem næst á þrotum. Í Amsterdam hefur mikil snjókoma orsakað miklar tafir og lá strætisvagnakerfið að mestu niðri í gær. 8.1.2010 08:56 Ekki hægt að afgreiða lán til Íslands „Fréttir síðustu daga frá Íslandi,“ segir sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton á bloggi sínu, „gera það að verkum að Svíþjóð getur ekki greitt nein lán til Íslands.“ 8.1.2010 04:45 Reynt að blása í glæðurnar Ríkisstjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum býr sig nú undir eina tilraunina enn til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað. 8.1.2010 04:30 Hluthafar tapa milljörðum Framhjáhald bandaríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu auglýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust. 8.1.2010 04:30 Ígildi vantrauststillögu Tveir fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins í Bretlandi vilja að skorið verði úr um hversu mikils fylgis Gordon Brown forsætisráðherra nýtur í raun innan flokksins. 8.1.2010 04:15 Vill heilbrigðislög sem fyrst Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heilbrigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól. 8.1.2010 04:00 Obama: Mistökin að lokum mín Barack Obama, Bandaríkaforseti, segir að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en nígerískur hryðjuverkamaður reyndi um jólin að sprengja flugvél á leið til Bandaríkjanna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Forsetinn hefur áður gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna harðlega vegna málsins. 7.1.2010 23:44 Nærbuxnasprengjumaðurinn ákærður Maðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit var ákærður í gærkvöldi. Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab er ákærður í sex liðum en hann reyndi að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans. 7.1.2010 08:22 Þak féll á þúsund danska grísi Björgunarmenn í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að bjarga þúsund grísum á svínabúi í Sindal, en í nótt féll þak á svínabúinu ofan á grísina. Vonast er til þess að um 80 - 90 prósent dýranna hafi lifað af en þakið, sem er um 700 fermetrar að flatarmáli, féll á þau vegna þess að mikill snjór hafði safnast á það í vetrarhörkunum sem geysað hafa í Danmörku eins og annars staðar í Evrópu undanfarna daga. 7.1.2010 08:13 Sjá næstu 50 fréttir
Styttist í nýjan vopnasamning Sergei Lavrov, utanríkismálaráðherra Rússlands, segir að nýr kjarnorkuafvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands verði líklega að veruleika síðar í mánuðinum. 13.1.2010 03:30
Stór jarðskjálfti skók Haíti Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strönd Haíti í kvöld. Associated Press fréttastofan hefur eftir vitnum í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti að nokkrar byggingar, þar með talið spítali, hafi hrunið og að fólk væri hjálparþurfi. 12.1.2010 23:05
Sænskir morðingjar leika lausum hala á Netinu Morðingjar í sænskum fangelsum hafa frjálsan aðgang að Interneti úr fangelsisklefum sínum. Maður sem dæmdur hafði verið fyrir tvö morð skrifaði bloggfærslu um fyrirhugað sjálfsmorð sitt. Blaðið segir að sjálfsmorðið hafi gert marga Svía hugsi yfir því hvernig fangelsismálum er háttað í landinun, einkum hvernig aðgangur þeirra að tölvum er. 12.1.2010 21:45
Samtök íslamista bönnuð í Bretlandi Samtök íslamista í Bretlandi verða bönnuð með lögum þegar ný lagasetning þar í landi tekur gildi. Á meðal samtaka sem verða bönnuð eru Islam4UK og al-Muhajiron en með lögunum verður bannað að upphefja hryðjuverk með einum eða öðrum hætti. 12.1.2010 14:09
Foreldrar Maddýar viðstaddir réttarhöld í Portúgal Foreldrar bresku telpunnar Madeleine McCann eru nú komnir til Portúgals tið að vera viðstaddir réttarhöld vegna bókar sem skrifuð var um hvarf dóttur þeirra. Höfundurinn er lögregluforinginn Goncalo Amaral sem í upphafi stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine. 12.1.2010 13:34
Pabbi loftbelgsstráksins í grjótið Faðir loftbelgsstráksins svokallaða í Bandaríkjunum hóf í dag að afplána níutíu daga fangelsisdóm fyrir að villa um fyrir yfirvöldum. Það vakti heimsathygli síðastliðið sumar þegar lögreglan eltist í tvær klukkustundir við heimasmíðaðan loftbelg sem foreldrarnir sögðu að hinn sex ára gamli Falcon Heeney hefði skriðið inn í. 12.1.2010 13:32
Herða refsingar yfir unglingum Unglingar í Danmörku fá í dag sjálfkrafa það sem kallað er afsláttur í dómskerfinu. Afbrotamenn undir átján ára aldri geta þannig fengið mest átta ára fangelsisdóm, sama hvert brotið er. 12.1.2010 13:00
Sala á marijúana leyfð í New Jersey New Jersey-fylki í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem heimila sölu á marijúana í lækningaskyni og er búist við að ríkisstjóri fylkisins staðfesti lög þess efnis í dag. Frá þessu er greint í New York Times í dag. 12.1.2010 12:40
Byssuskortur hjá breskum bófum Breska lögreglan hefur gengið svo hart fram við að gera upptæk ólögleg skotvopn að glæpagengi eru nú farin að deila með sér byssum. Jafnvel gengi sem eiga í innbyrðis átökum. 12.1.2010 08:40
Dularfullur gasleki Tveir slökkviliðsbílar með fimmtán slökkviliðsmönnum voru snarlega sendir á vettvang þegar mikinn gasfnyk lagði yfir bæinn Axedale í Ástralíu. 12.1.2010 08:28
Saab úr sögunni Saab hefur verið rekið með tapi í öll þau tíu ár sem verksmiðjurnar hafa verið í eigu General Motors. Fjármálakreppan varð svo til þess að endanlega var ákveðið að loka þeim, nema bærist tilboð sem teldist skárri kostur. 12.1.2010 08:24
Konan sem faldi Önnu Frank er látin Í tvö ár tók Miep Gies þátt í því ásamt öðrum að fela Frank fjölskylduna fyrir nazistum og færa henni mat, bækur og fréttir af því sem var að gerast í umheiminum. 12.1.2010 08:18
Einhleypum körlum fjölgar hratt í Kína Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska 12.1.2010 06:00
Samkynhneigð ósátt við bann Í San Francisco eru hafin fyrstu réttarhöldin í sögu Bandaríkjanna um það hvort bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. 12.1.2010 05:00
Ekki þrælar heldur launafólk Nýfundnar grafir í Egyptalandi, meira en fjögur þúsund ára gamlar, þykja sýna fram á að píramídarnir hafi ekki verið byggðir af þrælum heldur launafólki. 12.1.2010 04:00
Ungmenni geti fengið hámarksrefsingu Dómsmálaráðherrann í Danmörku vill afnema alla refsilækkun vegna ungs aldurs. Í dag fá ungmenni undir 18 ára aldri lengst átta ára fangelsisdóma. Þetta kemur fram í Jyllands-Posten 11.1.2010 22:16
Segja Avatar byggja á kynþáttahyggju Hin vinsæla kvikmynd James Cameron, Avatar, er sögð fela í sér kynþáttahyggju. Þetta segir í frétt á vef Daily Telegraph. Gagnrýnendur segja að í boðskap sögunnar megi lesa að litaðir menn séu frumstæðir og ófærir um að bjarga sjálfum sér. Telegraph segir að þessa gagnrýni sé að finna í hundruðum bloggfærslna, YouTube myndskeiða og Twitter færslna. 11.1.2010 20:29
Palin ráðin til starfa á Fox fréttastofunni Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaframbjóðandi, hefur ráðið sig til starfa hjá Fox fréttastofunni, að því er BBC greinir frá. 11.1.2010 21:09
Tveir handteknir í Angóla Yfirvöld í Angóla hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa gert skotárás á rútu fótboltalandsliðs Tógó en þrír létust í árásinni. Mennirnir voru handteknir í Cabinda héraði þar sem árásin var gerð á föstudaginn var. Árásin hefur varpað skugga á Afríkukeppnina sem nú stendur yfir og hefur landslið Tógó dregið sig út úr keppninni og þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Aðskilnaðarsamtök í Cabinda héraði hafa lýst árásinni á hendur sér. 11.1.2010 13:39
Svínaflensufárið hneyksli aldarinnar Evrópuráðið hefur boðað til neyðarfundar síðar í þessum mánuði til þess að ræða um ferli svínaflensunnar og hvernig staðið var að vörnum gegn henni. 11.1.2010 10:50
Bandarísk áætlun um loftárásir á Íran Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum hefur staðfest að gerð hafi verið áætlun um loftárásir á Íran til þess að binda enda á kjarnorkuáætlun þarlendra. 11.1.2010 09:16
Upplýsingar um brjóstahaldara átak gegn brjóstakrabbameini Það hefur vakið athygli undanfarið að konur skrifi liti eins og rauður eða svartur, í svokallaða „statusa“ á samskiptavefnum Facebook. Margir hafa klórað sér í kollinum vegna uppátækisins, aðallega karlmenn þó, því litirnir sem konurnar skrifa tákna lit brjóstahaldarans sem þær eru klæddar í. Nú hefur komið í ljós að uppátækið er runnið undan rifjum grasrótahóps sem vill vekja athygli á brjóstakrabbameini. 10.1.2010 00:00
Furðulegir snjóboltar birtust á akri í Bretlandi Veturinn í Bretlandi hefur verið óvanalega harður í ár en honum fylgja líka skemmtilegar, jafnvel sérkennilega stundir. 9.1.2010 23:00
Grunaður hryðjuverkamaður reyndist kossakrimmi Lögreglan í New York hafði loks hendur í hári kossakrimma sem fór inn fyrir öryggisvæði án leyfi á flugvelli í Newark í Bandaríkjunum. Lögreglan þar í borg leitaði að manninum af mikilli ákefð og fann loksins. 9.1.2010 17:42
Þóttist vera breskur lögreglumaður í þrjú ár Bretinn, Stuart Howatson, var dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að þykjast vera lögreglumaður í Bretlandi í þrjú ár. Stuart, sem er 31 árs gamall, óf sinn blekkingarvef svo vel að jafnvel eiginkonan hans vissi ekki betur en að hún væri gift stálheiðarlegum lögreglumanni. 9.1.2010 21:00
Þrír menn handteknir á Heathrow grunaðir um hryðjuverk Bresk sérsveit handtók þrjá menn í flugvél á Heatrow flugvellinum í gærkvöldi en þeir er grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk samkvæmt breska blaðinu The Daily Mail. 9.1.2010 11:28
Samkynhneigðir fagna því að mega ganga í hjónaband Þjóðþingið í Portúgal samþykkti í gær með 125 atkvæðum gegn 99 lagabreytingu sem heimilar samkynhneigðum íbúum þessa kaþólska lands að ganga í hjónaband. 9.1.2010 06:30
Mannræninginn Priklopil átti sér engan vitorðsmann Austurríski mannræninginn Wolfgang Priklopil, sem hélt stúlkunni Natöschu Kampusch í prísund á heimili sínu í tæp níu ár, stóð einn að verki. 9.1.2010 06:00
Óeirðir geisa vegna skotárásar Hundruð innflytjenda, sem flestir eru af afrískum uppruna, hafa undanfarna daga staðið fyrir óeirðum í bænum Rosarno á Suður-Ítalíu. Ástæða óeirðanna er skotárás óþekkts manns þar sem tveir innflytjendur særðust. Kveikjan að árásinni er kynþáttahatur, að sögn innflytjendanna. 9.1.2010 04:45
Sjö kirkjugestir myrtir Sjö manns létu lífið þegar þrír vopnaðir menn gerðu í fyrrinótt árás á koptíska kirkju í bænum Nag Hammadí í Egyptalandi. 9.1.2010 04:15
Dregið um aðgang að Blair Bretland Mikill áhugi er hjá almenningi í Bretlandi á yfirheyrslu yfir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, sem verður í lok þessa eða byrjun næsta mánaðar. 9.1.2010 04:15
Þrjár milljónir án atvinnu á evrusvæðinu Tíu prósent atvinnuleysi mældist á evrusvæðinu í nóvember í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birti í gær. 9.1.2010 04:00
Harka í hvalastríði Hvalavinir á vegum samtakanna Sea Shepherd yfirgáfu skip sitt, Ady Gil, skömmu áður en það sökk í gær við Suðurskautslandið. Skipið hafði lent í árekstri við japanskt hvalveiðiskip á miðvikudag. 9.1.2010 04:00
Hjónabönd samkynhneigðra leyfð í Portúgal Portúgalska þingið samþykkti í dag lög sem heimila samkynhneigðum að giftast. Þingið hafnaði aftur á móti tillögu um að samkynhneigðir mættu ættleiða. Jose Socrates, forsætisráðherra, sagði að um réttlætismál væri að ræða og breytingin væri hluti af nútímavæðingu Portúgals. 8.1.2010 23:09
Nærbuxnasprengjumaðurinn neitar sök Nígeríumaðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit um jólin neitaði sök fyrir alríkisdómstól í Detroit í dag. 8.1.2010 22:22
Hraðbátur Sea Sheperd er sokkinn Hraðbátur Sea Sheperd samtakanna sem lenti í árekstri við eftirlitsskip á vegum japanskra hvalveiðimanna á dögunum er sokkinn. Báturinn, sem er mjög hraðskreiður og vel tækjum búinn var í togi á leið til hafnar þar sem gera átti við hann þegar línan slitnaði og báturinn sökk niður á hafsbotn. 8.1.2010 09:00
Ekkert lát á frosthörkum í Evrópu Frosthörkur halda áfram að angra menn í Evrópu.Í gærkvöldiurðu tafir á flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi, Írlandi og í Hollandi. Þá festist lest í Ermarsundsgöngunum í tvo klukkutíma og þurfti að aflýsa ferðum fjögurra annara lesta sem áttu að fara um göngin. Í gær fór frostið í Þýskalandi víða niður fyrir tíu gráður og eru saltbirgðir margra sveitarfélaga því sem næst á þrotum. Í Amsterdam hefur mikil snjókoma orsakað miklar tafir og lá strætisvagnakerfið að mestu niðri í gær. 8.1.2010 08:56
Ekki hægt að afgreiða lán til Íslands „Fréttir síðustu daga frá Íslandi,“ segir sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton á bloggi sínu, „gera það að verkum að Svíþjóð getur ekki greitt nein lán til Íslands.“ 8.1.2010 04:45
Reynt að blása í glæðurnar Ríkisstjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum býr sig nú undir eina tilraunina enn til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað. 8.1.2010 04:30
Hluthafar tapa milljörðum Framhjáhald bandaríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu auglýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust. 8.1.2010 04:30
Ígildi vantrauststillögu Tveir fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins í Bretlandi vilja að skorið verði úr um hversu mikils fylgis Gordon Brown forsætisráðherra nýtur í raun innan flokksins. 8.1.2010 04:15
Vill heilbrigðislög sem fyrst Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heilbrigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól. 8.1.2010 04:00
Obama: Mistökin að lokum mín Barack Obama, Bandaríkaforseti, segir að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en nígerískur hryðjuverkamaður reyndi um jólin að sprengja flugvél á leið til Bandaríkjanna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Forsetinn hefur áður gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna harðlega vegna málsins. 7.1.2010 23:44
Nærbuxnasprengjumaðurinn ákærður Maðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit var ákærður í gærkvöldi. Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab er ákærður í sex liðum en hann reyndi að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans. 7.1.2010 08:22
Þak féll á þúsund danska grísi Björgunarmenn í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að bjarga þúsund grísum á svínabúi í Sindal, en í nótt féll þak á svínabúinu ofan á grísina. Vonast er til þess að um 80 - 90 prósent dýranna hafi lifað af en þakið, sem er um 700 fermetrar að flatarmáli, féll á þau vegna þess að mikill snjór hafði safnast á það í vetrarhörkunum sem geysað hafa í Danmörku eins og annars staðar í Evrópu undanfarna daga. 7.1.2010 08:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent