Erlent

Mannræninginn Priklopil átti sér engan vitorðsmann

Wolfgang Priklopil hélt stúlku í gíslingu á heimili sínu í nærri níu ár.
Mynd/AP
Wolfgang Priklopil hélt stúlku í gíslingu á heimili sínu í nærri níu ár. Mynd/AP

Austurríski mannræninginn Wolfgang Priklopil, sem hélt stúlkunni Natöschu Kampusch í prísund á heimili sínu í tæp níu ár, stóð einn að verki.

Þetta er niðurstaða nýjustu rannsóknar saksóknara, sem segir þetta vera lokaniðurstöðu embættisins.

Kampusch tókst að flýja úr prísundinni í ágúst 2006, þá orðin átján ára gömul. Priklopil framdi sjálfsvíg sama dag.

Margar sögur gengu um að hann hefði haft vitorðsmann þegar hann rændi Kampusch árið 1998. Saksóknaraembættið telur nú fullvíst að svo hafi ekki verið.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×